02.05.1932
Efri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í C-deild Alþingistíðinda. (3732)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég get lýst ánægju minni yfir því, hve þingið hneigist til samúðar við þetta mál og skilnings á því, eins og bezt sást Nd., þar sem mjög litill ágreiningur var um málið neðri deild. Íhaldsflokkurinn í þeirri deild tók allt öðruvísi málið en liðsmenn hans hér. Lagaprófessorinn í Nd., sem þó stendur mjög framarlega í flokki íhaldsins, leit öðruvísi á málið en samherjar hans hér, og vann vel að því í n. að bæta frv. Að vísu voru eitt eða tvö atriði, sem hann greiddi atkv. á móti, en sem einn helzti lagamaður flokks síns mun hann hafa haft áhrif á flokksbræður sína Nd.

Hér hefir þetta orðið öðruvísi. Hv. 4. landsk. hefir komið fram með allmargar brtt., sem miða allar að því að kippa öllum endurbótum, nema opinberri atkvgr., úr frv. Um hina opinberu atkvgr. var áður deilt mikið, en nú virðast allir hafa sætt sig við hana. Verður hér hið sama uppi á teningnum og er landsyfirréttinum var breytt hæstarétt. Þá lögðust allir dómarar í landsyfirrétti á móti munnlegum málaflutningi. Alþingi tók þetta ekki til greina, enda játa nú allir, að Alþingi hafði þá á réttu að standa, en dómararnir á röngu, enda er ekki hægt að vænta þess, að hver stofnun sé beztur dómari sjálfrar sín sök. Það er sagt, að hæstiréttur Dana standi á móti öllum umbótum dómsmrh. þar, af því, hve gamall hann er orðinn hettunni og fylgist ekki með samtíðinni.

Ég ætla nú að rifja lítið eitt upp sögu þessa máls höfuðdráttum. Andstæðingarnir Nd. hafa nú gengið inn á fimmtardómsheitið. Enda er það ekki annað en eðlilegur þjóðarmetnaður að láta æðsta dómstól nútímans bera nafn hins æðsta dómstóls á glæsilegasta tímabili þjóðarinnar — Þá hafa sumir látið ljós þá skoðun, að það væri ekki nauðsynlegt og jafnvel rangt að leggja niður hæstarétt um leið og fimmtardómur er stofnaður. Nú vil ég benda á, að þeir, er stofnuðu hæstarétt, hefðu ákaflega vel getað farið eins að. Þeir hefðu getað orðað það svo, að landsyfirrétturinn skyldi verða að hæstarétti. En þeir gerðu það ekki. Þeir sögðu, að landsyfirrétturinn skyldi niður lagður og hæstiréttur stofnaður, og þeir tryggðu það ekki einu sinni lögunum, að dómarar landsyfirréttar flyttust yfir hinn nýja hæstarétt. Það er því meira gert nú til að tryggja samband milli dómstólanna, úr því að svona mikilvæg breyt. á sér stað stað. Því að það mun mála sannast, að það er meiri breyt., sem nú er gerð, heldur en sú, er gerð var 1919, ef litið er á innihald málsins.

Um opinberu atkvgr. virðast nú allir vera orðnir sammála.

Þá leggur hv. 4. landsk. til að fjölga dómendum upp 5. Ég hefi áður haldið því fram, að seinna meir gæti vel verið, að þjóðinni þætti þetta rétt. En ég býst ekki við, að eins og nú lætur í ári þyki það fært, sérstaklega að óreyndu fyrirkomulag því, sem hér er stungið upp á, að hafa tvo aukadómara. Það er líka talsverð ástæða til að vera á mói því að fjölga föstu dómendunum nú. Það má vel vera, að það reyndist eins haldkvæmt að hafa aukadómendur mikilvægum málum, og get ég hér aftur vísað til ummæla hv. 2. þm. Reykv., sem vitanlega hefir mikla reynslu þessum málum.

Um dómaraprófið vil ég tala fáein orð. Fyrst vil ég minna á, að við fyrri meðferð málsins hér á þingi fékk deildin rangar upplýsingar um það frá hæstarétti. Það hefir vafalaust ekki verið viljandi gert, heldur vegna þess, að dómarana hefir skort þekkingu á því, hvernig þessu er hagað erlendis; enda hafa þeir nú. mjög lítið tækifæri til á kynna sér dómstörf erlendis. En það verð ég að segja, að það var dálítið óheppilegt, að þeir skyldu þá ekki segja sem var, að þeir vissu ekkert um þetta. Síðan hefir farið fram sérstök rannsókn á þessu atriði; Sveinn Björnsson sendiherra hefir athugað það fyrir stj. og komizt að þeirri niðurstöðu, að dómarapróf tíðkist hvergi erlendis nema Danmörku, og þar er mikil óánægja með þetta úrelta fyrirkomulag. Hér var líka fyrir skömmu á ferð dómari frá Ameríku; hann var spurður að því, hvernig þessu væri þar hagað, en hann þekkti ekki til dómaraprófs þar, hvorki Kanada né Bandaríkjunum. Yfirleitt eru dómarar kosnir þar landi. En þessi ranga umsögn, er hæstaréttardómararnir hafa gefið Alþingi um mál, sem þeir ættu að hafa vit á, er einskonar dómarapróf á þá sjálfa. Hún sýnir, að þeir hafa leyft sér að dæma út frá ónógum forsendum. Þetta gefur ekki aukna trú á, að þessir menn sett öllum öðrum hæfari til að skapa nýja dómendur. — Hv. 1. landsk. en nú farinn að sjá, að þessi staðreynd, að dómaraprófið er hvergi til nema Danmörku og á Íslandi, er mikil veiklun á málstað hans. Og það þarf engan kóngakraft til að sjá, hvers vegna þjóðirnar vilja ekki, að þessar stofnanir skapi sig sjálfar. En eins og ég hefi bent á, hefir það áreiðanlega verið meining Jóns heit. Magnússonar, að dómurinn skapaði sig sjálfur, því í reglugerð um verkaskipting ráðherranna er svo ákveðið, að bera skuli undir ráðherrafund veitingu nokkurra helztu embætta landsins, en þar eru dómaraembættin hæstarétti ekki talin. Það mundi Jón Magnússon áreiðanlega hafa gert, ef hann hefði ekki talið stjórnarveitinguna algert formsatriði. Ástæðan gegn því að hafa dóminn sjálfskipaðan, er eingöngu sú, að hver lýðræðisþjóð hlýtur að heimta það, að dómarinn losni ekki úr tengslum við sjálft lifið landinu. Hv. 2. þm. Árn. nefndi það dæmi, að núv. dómarar hæstaréttar mundu vera um skoðanir töluvert skyldir vissum landsmalaflokki. En einmitt með því móti, að mismunandi stjórnir veiti embættin, getur sú tilbreytni orðið um val dómara, sem nauðsynleg er. Ég á ekki við það, að það sé beinlínis tryggt, að allir landsmálaflokkar eigi fulltrúa í dómnum, en ég vil ekki hafa á móti því og ég tel það bot, að svo geti verið.

Nú vil ég taka það fram, að ég álit t. d. að einn af hinum þekktustu mönnum stjórnarandstæðinga hafi nú nýverið átt þátt að kveða upp ákaflega merkilegan dóm, sem mikið er talað um landinu. Ég á við hinn svonefnda prófessoradóm. Ég nefni þetta dæmi til að sýna, að það er jafnrangt að segja, að enginn íhaldsmaður geti komið til mála sem dómari í dóminn og að segja hitt, að hann skuli eingöngu vera skipaður íhaldsmönnum. Það er heppilegast, að mismunandi lífsskoðanir geti komizt að réttinum. Ég skal nefna tvo dæmi, sem snerta yngsta landsmálaflokkinn, verkamennina. Í Noregi var æðsti dómurinn um skeið eingöngu skipaður íhaldsmönnum. Síðar var hann skipaður mönnum af fleiri flokkum, m. a. verkamönnum, og er álitið, að hann hafi grætt ákaflega mikið á því. Ég verð að segja, að það hnígur nokkuð í sömu átt dæmi það, sem hv. 2. landsk. sagði hér frá gær og hefir áður minnzt að án þess að því hafi verið mótmælt; ég á við hin ákaflega ógætilegu ummæli, sem einn af núv. dómurum hæstaréttar á að hafa haft um verkamannaflokkinn, þegar hann sagði, að það væri réttast að hálshöggva alla verkamenn. Slík orðræða sýnir, að það býr að baki henni nokkuð sterk persónuleg skoðun, sem ekki er heppilegt, að sé einráð réttinum. Þetta bendir á, að það sé rétt, sem hv. 2. þm. Árn. segir, að þjóðinni finnist, að rétturinn byggi nokkuð mikið á einni af þeim lífsskoðunum, sem uppi er landinu.

Aðalatriði málsins hafa skýrzt við meðferð þess hér þinginu. Og það er ósennilegt, að frv. verði tafið til lengdar, því stefna þessi er samræmi við heilbrigðar og eðlilegar kröfur þjóðarinnar.

Þá vil ég minna á þann merkilega hlut, að þetta mál hefir átt vaxandi fylgi að fagna frá því það kom fram. Hv. 2. þm. Árn. áleit, að það stafaði af því, að þjóðinni fyndist hún kenna kulda frá hæstarétti. Ég vil orða þetta dálítið öðruvísi. Ég álít, að það, sem þjóðin setur út á hæstarétt, sé það, að vinna hans sé ekki nógu fullkomin. Þetta útilokar ekki það, að dómararnir dæmi eftir sannfæringu sinni.

Ég hefi að vísu séð mótmæli gegn frv. frá íhaldsfél. einu hér bænum. En ég hefi í höndum fjölda bréfa úr öllum sýslum landsins frá mönnum, er fylgjast með málinu og óska því framgangs. Og hér í bænum og næstu kaupstöðum finnst mér það undarlegt, að bláfátækir menn, sem menn skyldu halda, að hugsuðu mest um kreppumálin, fylgjast með málinu af logandi áhuga. Ég get sagt það t. d., að nýlega var fundur haldinn með framsóknarmönnum Húnavatnssýslu og málið tekið þar til athugunar. Þar litu fundarmenn gagnstætt á það við íhaldsfél. Rvík. Einn af merkustu og áhugasömustu fundarmönnum sagði við mig í símtali, að það, sem sér fyndist að, væri, að of litlu væri breytt. Það væri búið að slétta af frv. atriði, er í því voru, er það var fyrst borið fram. Borgararnir í landinu eru óánægðir. með blæinn á vinnubrögðum réttarins, eins og hann er, og óska fullkomnara forms og vinnubragðabreytingar.

Ég hygg, að þetta vaki fyrir hinum óánægðu mönnum. Ég hygg, að þeir líti svo á, að æðsti dómstóll þjóðarinnar eigi og verði að dæma í samræmi við réttlætistilfinningu borgaranna. Ég vil víkja að þessu efni nokkrum orðum og nefna eitt eða tvö dæmi til skýringar.

Fyrir nokkru sagði norskur hæstaréttardómari, að hlutverk dómara væri í fyrsta lagi að skilja, hvað rétt væri, og síðan að finna þær lagagreinar, er rökstyddu þá niðurstöðu. Þetta er nokkuð önnur aðferð en sú, þegar dómararnir leita fyrst lagagreinanna og skoða sjálfa sig sem dauða vel. Það mál, sem ég vil fyrst nefna, er nýtt og sýnir, hvernig dómur getur fallið saman við hug borgaranna landinu. Eins og kunnugt er, höfðaði einn af Íslandsbankastjórunum mál og heimtaði, að sér yrðu greiddar 20 þús. kr. laun, og ef hann hefði unnið það, þá þótti öruggt, að hinir tveir bankastjórarnir hefðu komið á eftir og krafizt enn hærri upphæðar. Ennfremur hefðu útibússtjórarnir komið með sínar kröfur, og hefði þetta munað Útvegsbankann meira en 100 þús. kr. alls. Nú stóð svo á, að einn dómaranna hæstarétti átti máli við Útvegsbankann út af erfðakröfu og kom því ekki til greina. Annar hinna föstu dómara, Eggert Briem, er návenzlaður einum hinna fráförnu bankastjóra og vék því líka sæti. Dóminn skipuðu því þetta skipti prófessorar háskólans. Nú komust þeir að þeirri niðurstöðu, að bankinn skuli sýkn af kröfu Kristjáns Karlssonar. Og þeir rökstyðja dóminn skarplega og segja, að af því að Kristján Karlsson og meðstjórnendur hans hafi ekki staðið vel stöðu sinni, þá geti þeir ekki litið svo á, að hann eigi skilið laun. Nú vil ég benda þeim hv. 1. landsk. og hv. 4. landsk. á, að stundum hefir af flokki þeirra verið tekið óstinnt upp, ef fundið hefir verið að dómum þeirra. En það liðu ekki nema nokkrir dagar frá því að dómurinn var fallinn og til þess, að ú kom bók eftir Sigurð Eggerz, þar sem ráðizt var ákaflega á einn prófessoranna, sem kvað upp dóminn, hv. 2. þm. Reykv. Honum er þar brugðið um hinar lúalegustu hvatir. talað um, að hann hafi verið keyptur af stjórninni, og dregnar af honum svo grófar og ókurteislegar myndir, að slíkt hefir aldrei verið sagt um dómara af nokkrum framsóknarmanni. Hann hefir líka orðið fyrir mörgum ómildum dómum manna á meðal bænum fyrir það að kveðja ekki upp það, sem hv. 2. þm. Árn. kallaði flokksdóm. Þar sem ég hefi átt útistöður við þennan mann um ýms efni, get ég fremur sagt það, án þess að sagt verði, að mér gangi til kunningsskapur eða vinátta við hann, að ég álít, að þessi dómur eigi stuðning meðal alls þorra þjóðarinnar, því að það eru áreiðanlega ekki nema æstustu pólitísku fylgismenn bankastjóranna, sem líta svo á, að landið hefði átt að borga þeim yfir 100 þús. kr. verðlaun fyrir stjórn þeirra á bankanum.

Þetta er það, sem ég kalla góðan dóm, þegar dómararnir gera það, sem borgararnir landinu álíta rétt og drengilegt. Og þjóðin heimtar það, að Alþingi gangi svo frá æðsta dómstólnum, að borgarar landsins fái sem oftast slíkar niðurstöður málum sínum. Hinsvegar er ekki hægt að neita því, að þessi prófessor, sem er einn af leiðandi mönnum Íhaldsflokksins, hefir orðið fyrir gífurlegum árásum frá flokksmönnum sínum fyrir þennan dóm, sem virðast vera allkröfumiklir um það, hvernig dómar eiga að falla réttinum, og fara þeim kröfum sínum ekki langt frá því, sem hv. 2. þm. Árn. lýsti hér áðan.

Ég vil taka hér 2–3 dæmi upp á það, sem menn kalla óverkleg vinnubrögð hjá hæstarétti; eins og hann er nú, til þess að sýna það, af hverju þjóðin vill fá fram einhverja vinnubragðabreyt. í réttinum.

Fyrir nokkrum árum tók kaupmaður nokkur hér bænum sér fyrir hendur af miklum dugnaði að reyna að eyðileggja samvinnufélögin. Gerði hann skipulagsbundna tilraun til þess að spilla viðskiptatrausti S. Í. S. með ósönnum fréttaburði. Varð þetta dómsmál fyrir atbeina S. Í. S., og niðurstaðan varð sú, að kaupmaðurinn var sýknaður, af því að ekki þóttu hafa verið færðar sönnur á það, að hann hefði gert S. Í. S. skaða með skrifum sínum. — Í næstu löndum er þessu öðruvísi háttað. Þar er réttur viðskiptafirmna til að fá skaðabætur mjög mikill, þegar um er að ræða ítrekaðar og skipulagsbundnar tilraunir til að spilla trausti þeirra, enda vakti þessi dómur hæstaréttar mikla eftirtekt, og hefir e. t. v. verið eitthvert fyrsta atriðið til að vekja efasemdir samvinnumanna um það, að vinnubrögð hæstaréttar væru nógu góð.

Litlu síðar, en þetta var, fór annar kaupmaður hér bænum mál við ritstjóra Tímans, sem þá var, núv. hæstv. forsrh., fyrir það, að í blaðinu höfðu birzt greinar, sem kaupmaðurinn taldi hafa spillt fyrir viðskiptum sínum. Þessu máli horfði allt öðruvísi við, árásirnar minni og vægari, og raun og veru aðeins um að ræða venjulegar blaðadeilur, með persónulegum ónotum, eins og gengur. Hv. 4. landsk. varði þetta mál í hæstarétti fyrir ritstjórann, og hélt hann því fram og tókst enda að sanna það, að kaupmaðurinn hefði ekki beðið skaða í verzlunargrein sinni vegna ummælanna, heldur ef nokkuð væri, ágóða, því að því færri hross, sem kaupmaðurinn keypti það ár, því betra fyrir hann, af því að hann skaðaðist á hverju hrossi, sem hann seldi. Hv.4. landsk. sagði, að það næði ekki nokkurri átt að dómfella ritstjórann vegna þessara greina. Í fyrsta lagi hefði kaupmaðurinn ekki skaðazt vegna ummæla blaðsins, og öðru lagi hefðu ummælin þvert á móti bætt fyrir honum, ef þau hefðu haft nokkur áhrif. En nú þurfti ekki að liggja fyrir sannanir um skaða, til þess að dæma skaðabætur, og hæstiréttur dæmdi blaðið sekt, af því að hugsanlegt var, að komið hefði fyrir, það sem ekki kom fyrir. Hygg ég, að hv. 4. landsk. hafi þótt vinnubrögð hæstaréttar allófullkomin þetta sinn, og víst er um það, að þessir tveir dómar, sem ég hefi nefnt, urðu til þess að brjóta niður tiltrúna á vinnubrögðum réttarins. Það getur verið, að dómararnir hafi verið góðri trú bæði skiptin, þó að svo skyldi vilja til, að þeir hölluðu á sama flokkinn í báðum þessum dómum, en ekki þarf þó annað en að þeir hafi ekki verið nógu greindir, ekki nógu vel að sér, eða e. t. v. svo gleymnir, að þeir hafi verið búnir að gleyma fyrri niðurstöðunni og svo skapað nýja niðurstöðu, sem þannig varð þveröfug við hina fyrri, og sjá allir, hvað slík vinnubrögð eru hættuleg fyrir álit réttarins og tiltrú meðal þjóðarinnar.

Þá vil ég drepa á þriðja málið, sem að dómi meiri hl. þjóðarinnar ber vitni um ófullkomin vinnubrögð hjá hæstarétti. Mál þetta er svo alkunnugt, að ég skal ekki fara að rifja það upp hér, en þar var um það að ræða, að embættismaður nokkur fyrrv. hafði auðgað sjálfan sig svo skipti tugum þús. með því að láta liggja hjá sér á sjóði fé dánar- og þrotabúa. Þessi embættismaður fékk mildan dóm í undirrétti, þar sem því var slegið föstu, að hann hefði að vísu gerzt brotlegur við hegningarlögin, en fékk skilorðsbundinn dóm, en þegar málið kom til hæstaréttar, vísaði rétturinn því frá fyrir smávægilega formgalla, af því að hinn reglulegi dómari, lögreglustjórinn hér í Rvík, sem vék sæti málinu, hafði ekki gengið formlega frá synjun sinni um að dæma málinu, en aðeins tilkynnt stj. það munnlega, eins og venja er til. En fyrirrennari hans, bæjarfógetinn, hafði þrásinnis haft sömu aðferð, en hæstiréttur aldrei sagt neitt við því. En lögreglustjórinn hafði sterkar mannlegar ástæður til að telja, að hann ætti ekki að dæma í þessu, þar sem hann hafði lengi verið starfsmaður hjá bæjarfógetanum, og var því ekkert eðlilegra, ekki sízt þar sem hann bar hlýjan hug til þessa fyrrv. húsbónda síns, en að honum þætti óþægilegt að rannsaka sekt hans. Lögreglustjórinn hafði þessu efni alveg sjálfsagða afsökun, því að hér var um að ræða fyrrv. húsbónda hans, og það er aldrei réttmæt ástæða fyrir dómara til að víkja úr dómi, ef ekki í slíkum tilfellum, svo framarlega sem það er talið rétt á annað borð, að dómarar víki sæti, þegar í hlut eiga skyldmenni þeirra og venzlamenn: En hæstiréttur fann þessa sök lögreglustjórans svo mikla, að hann gat ekki tekið við málinu, og það er einmitt þetta, sem borgarar landsins kunna ekki við. Þeir líta svo á, að hæstiréttur eigi að taka málin alvarlega og einungis hugsa um það, sem rétt er, en ekki allt einu fara að byrja á nýrri venju til að eyða eða tefja mál.

En það kom einnig annað fyrir í þessu máli hjá hæstarétti, sem borgarar landsins kalla ekki fullkomin vinnubrögð. Allir hæstaréttardómararnir voru skólabræður og bekkjarbræður sakborningsins, bæði í menntaskólanum og háskólanum, og hefði því verið eðlilegast, að þeim hefði farið eins og lögreglustjóranum og ekki viljað dæma málinu. En þar var nú öðru nær, því að eftir að þeir höfðu tafið málið ár með tyllirökum, gerðu þeir það, sem óhugsanlegt væri um dómara á hærra menningarstigi, og létu sér sæma að dæma mál skólabróður síns, og ekki nóg með það, heldur tóku þeir líka að sér að sýkna þennan skólabróður sinn, enda þótt hann hefði auðgað sjálfan sig um 60 þús. kr. af fá ekkna og munaðarleysingja, og þó síður en svo, að hér kæmu til greina neinar „formildende omstændigheder“, því að þessi maður hafði 20–30 þús. kr. árstekjur af embætti sínu um sama leyti.

Hv. 1. landsk., sem heldur hér langar ræður um það, að eðlilegt sé, að hæstiréttur skapi sig sjálfur, verður að láta sér skiljast það, að um meiri misfellur er að ræða hjá réttinum en við verði unað, og þó að enginn láti sér detta hug, að aðaldómstóllinn hér né annarsstaðar geti verið alfullkominn, kemst þjóðin ekki hjá því að fara eins að og Norðmenn, sem byrjuðu á dómaraprófinu að dæmi Dana, en hættu síðan við það, til þess að straumar þjóðlífsins gætu náð til hæstaréttar þeirra og rétturinn yrði ekki eins og Drangey upp úr hafinu, einangraður frá lífi mannanna, sem búa landinu. Ég ætla a. m. k., að það verði skammgóður vermir að halda fram svipuðum skoðunum og hv. 1. landsk., og þó að þetta frv. dagi nú uppi eða verði fellt, geta menn verið vissir um það, að straumar þjóðlífsins eru svo sterkir, að ekki verður til lengdar staðið á móti þessu máli. Vil ég í þessu sambandi minna á það, að þótt þjóðin geri þá kröfu á hendur dómurum hæstaréttar, að þeir haldi sér frá deilumálum dagsins, er ekki þar með meiningin, að þeir geti ekki sem aðrir tekið þátt í lögfræðisþróun landsins, sem ekki getur verið deilumal. Vil ég út frá þessu taka það dæmi, að þegar ég í haust var á ferð um Norðurlönd, varð þar fyrir mér fyrirspurn frá forgangsmönnum samstarfshreyfingar norrænna lagamanna um það, hvers vegna ekki væri hægt að eiga skipti við lögfræðingafél. hér heima, og varð ég að lofa því, enda þótt ekki væri ég lögfræðingur, að fá til fræðilega menntaðan lögfræðing til þess að taka þátt ritstjórn skandinavisks lögfræðtímarits, svo að við þannig mættum leggja eitthvað af mörkum til hins kulturella samstarfs Norðurlandaþjóðanna.

Í sumar var haldinn fundur með lögfræðingum á Norðurlöndum, og á þeim fundi var ekki mættur neinn fulltrúi frá ísl. lögfræðingum, nema einn ungur maður, sem staddur var þar af tilviljun. Er auðséð, að fulltrúa okkar aldurhnignu og löglærðu embættismannastéttar vantar smekk til þess að halda uppi eðlilegum skyldum þjóðarinnar um samvinnu í löggjöf og lögfræðilegum málum við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Sýnir þetta áþreifanlega, að hæstaréttardómarana vantar starfhæfni, því að auðvitað ættu reir, sem eru „útgefnir“ til að vinna ópólitískt að ísl. réttvísi, að vera sjálfkjörnir til að taka þátt þessu samstarfi Norðurlandaþjóðanna fyrir landsins hönd.

Ég vil drepa á annað mál, ópólitískt, sem ekki síður sýnir það, að eitthvað vantar hæstaréttardómarana. Það er kunnugt, að hæstiréttur starfar uppi á lofti fangahúsinu hér Rvík, og mikill hluti að starfi dómaranna er í því fólginn að dæma menn fangelsi því sama fangahúsi. Ekki heyrðist þó neitt orð um það frá þeim, sem unnu uppi á loftinu í fangahúsinu, að nauðsynlegt væri að laga það, og féll það minn hlut að beita mér fyrir nauðsynlegum endurbótum á fangahúsinu og byggja annað nýtt, og hefi ég að vísu ekki fengið nema óþakkir fyrir frá kyrrstöðumönnum lögspekinnar. Hinum nýja lögreglustjóra hér Rvík, sem ég hafði valið til starfans, leizt ekki á, blikuna, þegar hann fór að kynnast fangahúsinu, og sneri hann sér til þriggja manna, sem einkum höfðu aðstöðu til að tæma um fangahúsið, og leitaði umsagnar þeirra um það. Er sú lýsing ekki skemmtileg, sem þessir þrír menn gefa af fangahúsinu, en lögreglustjórinn sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þeirra um þetta efni, og sjálfum farast honum svo orð með bréfunum:

„Ég þarf litlu við bréf hinna þriggja heiðruðu embættismanna að bæta. Gallarnir á fangahúsinu eru margir og aðalgallarnir eru þessir: Klefarnir eru dimmir, sólarlitlir eða sólarlausir, og mjög loftlitlir. Ofan á þetta bætist, að þeim er raki; fangarnir þurfa að gera þarfir sínar aðallega trédollur inni í klefunum, sem svo eru geymdar þar. Allt þetta veldur ekki aðeins loftleysi, heldur oft og einatt megnasta ólofti. Allt, sem er inni í klefunum, er gersamlega óbrúklegt. — Stólarnir, borðin, rúmfletin, sumum klefunum er aðeins hengirúm úr striga“.

Ennfremur segir lögreglustjórinn: „Ég skal ennfremur taka það fram, að það hefir hvað eftir annað komið fyrir, seinast fyrir fáum dögum, að persónur, sem teknar eru fastar og settar gæzluvarðhald vegna afbrota, verður að láta lausar áður en rannsókn er hálfnuð, ábyggilegir læknar skipa svo fyrir, segja, að lífi og heilsu þessa fólks sé hætta búin klefunum fangahúsinu. Þegar þetta fólk finnur, að engin lög ná yfir það, verður það margfalt stórvirkara afbrotunum á eftir, og lögreglan verður að halda að sér höndum og horfa á“.

Ég ætla ennfremur að lesa nokkur orð úr bréfi dómkirkjuprestsins:

„Þá er garðurinn að húsabaki að mínu áliti óhæfulegur og sést til fanganna úr næstu húsum, og er það lítil nærgætni gagnvart föngunum að halda daglega sýningu á þeim, og heldur ekki hollt börnum andbýlinganna“.

Fyrrv. landlæknir, sem var læknir fangahússins frá 1895–1906, lætur svo um mælt m. a.:

„Reynsla mín varð sú, að þar var ekki gerlegt að hafa til langframa aðra en þá, sem voru alhraustir heilsu. — svo slæm voru húsakynnin. Það kom fyrir, að ég varð að heimta fanga látna lausa, af því að þeir voru bilaðir á heilsu, þegar þeir komu. Og ekki nóg með það, að vísu sátu ýmsir hraustir fangar húsinu mánuðum saman, jafnvel árum saman, án þess að ég merkti, að þeir bíði tjón á heilsu sinni, en hitt kom líka fyrir nokkrum sinnum, að fangar, sem komu alhraustir, urðu meira eða minna lasburða þegar fram liðu stundir, svo að ég varð að leggja til, að hegningartími þeirra yrði styttur. Ég varð að kenna húsakynnunum um þetta, því að meðferðin á föngunum var að öðru leyti góð“.

Slík er nú lýsing þessara manna á fangahúsinu eins og það var, og verður ekki sagt, að lýsingin sé falleg, en svona hefir ástand fangahússins verið allt síðan 1895, og hefir þó ástand þess alltaf farið versnandi með ári hverju, og það svo mjög, að hin síðustu árin, áður en viðgerðin fór fram á fangahúsinu, varð yfirleitt að sleppa föngunum út samkv. skýlausum kröfum læknanna. Slíkt eins og þetta bendir ekki til þess, að þar fyrri víðsýnir menn, þar sem hæstaréttardómararnir eru, sem hafa starfað þessu húsi og dæmt umkomulausa menn til dvalar í þessum kvalastað, sem sennilega hefir ekki átt sinn líka nokkru germönsku landi. Og hugsum okkur þann hlut, að til þess hefði komið, að sýna erlendum hegningarmálafræðingum fangahúsið við Skólavörðustíg eins og það var, áður en það var endurbætt, og hugsum okkur ennfremur, að þessum erlendu gestum hefði verið sagt, að uppi á loftinu væru prýðilega lærðir menn, allur hæstiréttur landsins, sem hefðu daglega fyrir augum þessa forsmán án þess að hafa neitt við hana að athuga. Hvílíkar hugmyndir mundi þetta ekki gefa um landið og þjóðina.

Eins og hv. 2. þm. Árn. tók fram, virðist það vera flokks má íhaldsmanna hér í deildinni að koma þessu máli fyrir kattarnef, og það voru sömuleiðis þeir, sem á sínum tíma kepptu að því að reyna að hindra breyt. á bæjarfógeta- og lögreglustjóraembættunum hér í Rvík, og einnig gerði sá flokkur allt, sem hans valdi stóð, til þess að gera sem erfiðast fyrir um rannsókn bæjarfógetamálsins á sínum tíma, og þessa sömu andstöðuafstöðu hefir þessi flokkur einnig haft um umbæturnar á fangahúsinu. Ég hefi verið áfelldur mjög harkalega fyrir að hafa heitt mér fyrir nauðsynlegum umbótum á fangahúsinu og komið upp öðru nýju fangelsi uppi í sveit, þar sem hægt er að láta fara vel um fangana alla staði og þeir verða betri menn eftir en áður og heilsuhraustari við það að lifa og starfa undir beru lofti. Hefi ég gaman af að drepa á það í þessu sambandi, vegna þess, að um er að ræða mann, sem átti á sínum tíma frægu máli, að þegar Hálfdán Hnífsdal hafði lokið vist sinni á Litla-Hrauni, átti hann erindi við mig, en ég hafði aldrei séð manninn áður og sagði við hann, að hann liti út fyrir að vera að koma úr sumarfríi. Svaraði hann þessu svo, að úr því að fyrir sér hefði átt að liggja að fara fangahús á annað borð, væri hann þakklátur fyrir, að það væri svo gott og slíkur fangavörður eins og þar er á Litla-Hrauni. Býst ég við því, að þessi maður áliti ekki aðgerðir mínar fangelsismálinu jafnhættulegar réttarfarinu í landinu eins og komið hefir fram í skriftun andstæðinga minna og hv. 4. landsk. virtist halda.

Það er e. t. v. rétt, að ég drepi á eina setningu, sem hv. 3. landsk. sagði fyrradag, en hún var á þá leið, að hæstiréttur væri næsthelgasta stofnun þjóðarinnar. Þætti mér gaman að fá að heyra, hverju hv. 3. landsk. álítur, að helgi stofnana sé fólgin. Ég vil taka undir með Goethe, sem segir, að sá staður sé heilagur, þar sem góðir menn ganga. Ég álít, að sá dómstóll sé heilagur, þar sem sitja góðir menn, sem dæma rétta dóma. Engin stofnun er heilög sjálfu sér, hvort svo sem hún heitir hæstiréttur eða fimmtardómur, og engin stofnun verður heldur gerð heilög nema að því leyti, sem hún nálgast það af verkum mannanna.

Ég hefi þá í stórum dráttum vikið að hinum sameiginlegu brtt. hv. 4. og hv. 3. landsk., og kem þá að sér brtt. þess síðarnefnda.

Um þessa till. hafa komið fram mismunandi skoðanir hv. d. Hv. 2. landsk. sagði, að hún væri vantraust á einn mann í stjórninni. Hv. 3. landsk. sagði, að hún væri alvarlega meint tilraun til þess að bæta frv. Hv. 4. landsk. hefir sagt, og það hefir verið tekið upp flokksblaði hans, Vísi, að í raun og veru áliti hann þetta ekki heppilegt, nema miðað við núv. kringumstæður. Þetta hefir útlagzt þannig, að í sjálfu sér væri till. fjarstæða, en hann ætlaði að greiða atkv. með því, af því að svo stæði á stj., að það væri til bóta. Ég mun ekki reyna að kafa það dýpi hreinskilni og vizku, sem hér er siglt um. Ég vil taka þessa menn trúanlega, að þeir meini það, sem þeir hafa sagt, hv. 3. landsk., að hann vilji reyna að bæta frv., hv. 2. landsk., að hann trúi, að þetta sé vantraust á mig, og hv. 4. landsk., að till. sé sjálfu sér slæm, en ekki óheppileg eins og nú stendur á. Ég get rökstutt þetta enn frekar með því, að það mun hafa verið haft eftir einum áhugamesta flokksbróður hv. 4. landsk., Birni Kristjánssyni, að þegar hann sá þessa till. á þskj. 591, hafi hann sagt, að þetta væri merkasta þskj. þessa þings. Þegar þess er gætt, að það er einmitt þessi sami hv. fyrrv. þm., sem ritaði frægasta níðritið, sem gert hefir verið um ísl. kaupfélögin, þá er það í raun og veru einkennilegt, að þessi harðsnúni andstæðingur samvinnufélaganna hafi orðið fyrir því láni áður en hann lokar augunum, að maður úr stj. Sambandsins hafi getað gert till., sem gladdi svo þennan aldurhnigna merkismann. Það hafa einhverjir minnzt á það hér, að fordæmi væri okkar pólitísku sögu fyrir ráðabreytni sem þessari. Og það vill svo til, að þennan stutta tíma, sem ég hefi haft nokkur afskipti af þingmálum, hefi ég þekkt 2 dæmi eins og þetta, og ég ætla að reyna að upplýsa málið með því að skýra frá heim.

Það, sem hér liggur fyrir, er að færa mál frá úrslitaáhrifum einnar stjórnardeildar undir aðra stjórnardeild, færa mál af eðlilegum yfir á óeðlilegan vettvang. Það er sjálfu sér nokkuð svipað eins og ef sett væru l. og um Flóaáveituna og ákveðið, að hún skyldi heyra undir fræðslumálastjórn og kennslumálaráðuneytið. Það er hægt að gera þetta með l. og að hugsuninni til er það sambærilegt við það, sem hér er farið fram á. Þessi sögulegu dæmi, sem hægt er að benda á hér innanlands, eru frá 1917 og 1924 og eru bæði sambandi við bankamál, en ekki neinn dómstól. Þegar núv. hv. 2. þm. Reykv. lét af stjórn 1916 og myndað var 3 manna ráðuneyti, þá var sama deildaskipting stjórnarráðinu og nú. Þá tók við forstöðu fjármáladeildarinnar Björn Kristjánsson, harðsnúnasti andstæðingur heimastjórnarflokksins. En þessi ráðh. hafði líka átt í útistöðum við Íslandsbanka meðan hann var bankastjóri Landsbankans. Nú er enginn vafi á því, að bankastjórn Íslandsbankans stóð stuggur af því að fá Björn Kristjánsson sem yfirmann bankans, þar sem hann hafði verið honum svo mótstæður, og þeir gerðu ráð fyrir, að svo mundi verða áfram. Þessu var því þannig fyrir komið fyrir forgöngu Jóns Magnússonar til þess að þóknast Íslandsbanka, að Björn skyldi ekki hafa bankann, heldur skyldi hann heyra undir atvinnumálaráðuneytið, undir forustu Sigurðar frá Yztafelli. Það var litið svo á, þegar þessi atburður gerðist, að engin hætta væri á að sleppa bónda langt ofan úr sveit við þetta starf. En það reyndist þveröfugt. Einmitt út af bankamálum urðu mest átok á þingi næstu 3 árin, og var Björn öðrum megin, en Sigurður hinsvegar. Varð niðurstaðan því önnur en Björn hafði hugsað sér, af því að það var óeðlilegt sjálfu sér, að bankamálin heyrðu ekki undir fjármáladeildina, en heimastjórnin þorði ekki að sleppa bankamálunum við Björn Kristjánsson. Var þessu því aftur breytt og bankarnir lagðir undir fjármáladeildina. En þá átti eftir að koma fyrir annað atvik ennþá frægara. Þegar sú stj. tók við 1922, sem Sig. Eggerz veitti forstöðu, byrjuðu strax hnippingar út af yfirráðum yfir bankanum milli Magnúsar Jónssonar fjmrh., sem bankinn heyrði undir, og forsrh. Sigurðar Eggerz. Og það lagðist strax grunur á það, að Sigurður ætlaði sér að tryggja sér embætti við bankann, þegar hann færi úr ráðherrastóli. Liðu svo nokkrir mán., en niðurstaðan varð sú, að forsrh. breytti með konunglegri tilskipun verkaskiptingunni þannig, að bankamálin voru tekin af fjmrh., en lögð undir forsrh., ef ég man rétt. Þetta er þess vegna nánasta fordæmið fyrir þessu fyrirkomulagi, sem hér er stungið upp á. Ég get skotið því að hv. flm. till. á þskj. 591, að sjálfu sér er framkvæmanlegt fyrir hvern forsrh. að gera þessa verkaskiptingu með því að breyta reglugerðinni. Þannig að þó þessi till. verði ekki samþ., þá gæti núv. og eftirkomandi forsrh. með konunglegri tilskipun fært hæstarétt undir forsrh. eða atvmrh. eða hvern, sem hann vildi. — Ég býst ekki við, að hv. 3. landsk. sé því eins kunnugur og þeir, sem búsettir eru bænum, að þegar til kom, að Sigurður Eggerz veitti sér embættið, þá gekk það allt formlega fyrir sig. Á fundi bókuðu tveir ráðherrarnir, að þeir hefðu komið sér saman um að gera Sigurð Eggerz að bankastjóra, og svo varð hann náttúrlega að skrifa undir þetta fyrir sjálfan sig. Að vísu er það rétt, að Magnús Jónsson var ekki á þessum fundi, en það skiptir engu máli, því hann hefði verið minni hl. hvort sem var. Þannig væri t. d. eftir till. hv. 3. landsk. alls ekki útilokað, að hvenær sem lögfræðingur með 1. eink. væri forsrh., gæti hann með stuðningi annars ráðh. veitt sér sjálfum embætti í hæstarétti.

Eftir að Jón Magnússon tók við af Sigurði Eggerz leið ekki nema örstutt stund, þangað til hann breytti þessu aftur eðlilegt horf, og við það hefir setið síðan. Hann var búinn að sjá, hvað þetta var tilgangslaust og öðruvísi en ætlazt var til. Þetta eru einustu fordæmin, sem til eru okkar löggjöf fyrir þessum hlut. Þau eru bæði þess eðlis, að þau mæla ekki beinlínis með aðferðinni, einkanlega það síðara og frægara, sem sjálfu sér er miklu líkara þessu fordæmi, ég þarf ekki að taka það fram, að það er það, sem maður kallar hæðni örlaganna, að Sigurður Eggerz, sem hafði gert þessa tilfærslu sjálfur, hefir orðið þessi krókaleið hin mesta harmabraut, og sú saga að því leyti, sem hún er skrifuð, endaði í þessum ritlingi, sem minnzt var á áðan og vinir hans óska, að hann hefði aldrei skrifað. Það er óhætt að fullyrða það, að þetta form, sem vakir fyrir hv. 3, landsk.,þekkist hvergi, er alveg fordæmalaust, fyrir utan þetta innlenda fordæmi, sem ég hefi nú minnzt á. Það er álitið sjálfsagt, að atvinnumál heyri saman, dómsmál saman og kennslumál saman, og þótt hægt sé að gera slíka bráðabirgðabreyt., þá leitar heilbrigð skynsemi aftur heim og rekur burtu slíka vanhugsun. — Af því að hv. 3. landsk. hefir rökstutt það, að fyrir sér vekti endurbót á frv., þá vil ég út af þeirri reynslu, sem ég hefi haft, nefna dæmi, sem sýna það, hver fjarstæða það er að rugla þannig deildum saman. Ég vil taka sem dæmi mig og minn góða vin forsrh., sem höfum talað saman daglega í 15– 16 ár. Við höfum nú starfað hvor sinni starfsdeildinni 4–5 ár, og hver, sem þannig er settur, fær hann kunnugleika af þeim málum, sem hann hefir með höndum, sem ekki er hægt að yfirfæra á annan mann alveg á svipstundu. Ég vil t. d. nefna samgöngumálin, sem hæstv. forsrh. hefir haft forgöngu í. Hann hefir vetur undirbúið tvær merkilegar lausnir á samgöngumálum fyrir Suðurland, að Hellisheiðarvegur komi staðinn fyrir járnbraut og að báðabirgðabrýr komi á Þverá staðinn fyrir að hún verði stokklögð nú þegar. Að þessum rannsóknum hefir hæstv. forsrh. með ráðunautum sínum unnið mörg ár, og á þetta mikla deilumál hefir þingið fallizt næstum á umræðulaust. Mín persónulega skoðun er nokkuð á annan veg en sú lausn, sem hæstv. forsrh. heitir sér fyrir. Mín persónulega skoðun er það, að máske sé betra að hafa járnbraut, og ég er hræddur um timburbrú á Þverá. En hinsvegar hefi ég ekki aðstöðu til annars en að láta mér nægja þá forustu, sem er í málinu, og taka trúanleg þau rök, sem þar voru saman dregin, og þess vegna greiddi ég þessu atkv. mitt. Mér hefði þótt óþægilegt að grípa inn í, ef mér hefði verið skipað það, starfssvið, sem annar maður er búinn að rannsaka og ráða til lykta einhverjum litlum hluta af, og ég hefði heldur alls ekki tekið það í mál.

Ég vil spyrja hv. 3. landsk., hvort hann áliti, að það hefði verið til bóta meðan verið var að vinna að samgöngumálinu austanfjalls, að einhver þáttur þess hefði skyndilega verið falinn einhverjum öðrum manni. Ég held, að það hefði ekki orðið til mikils ágóða, og sama er um það mál, sem hér liggur fyrir. Dómsmálin heyra saman og verða ekki sundur slitin.

Ég vil að síðustu segja, að þær brtt., sem miða að því að taka allt hið nýtilega úr frv., svo og „endurbótatill.“ hv. 8. landsk., eru allar þess eðlis, að þeir, sem vilja koma á umbótum við æðsta dómstól landsins, geta ekki verið með þeim. Þær eru spor, sem er stigið aftur á bak, en ekki sprottnar af löngun til umbóta.