07.05.1932
Efri deild: 69. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í C-deild Alþingistíðinda. (3784)

15. mál, fimmtardómur

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það eitt út af fyrir sig upplýsir nú nokkuð vel um röksemdafærslu hæstv. dómsmrh., að hann skuli færa sem rök fyrir máli sínu það, sem hv. 2. þm. Árn. sagði við 1. umr., að hæstiréttur væri flokksdómur. Það var sannað og sýnt við þá umr., að þetta var ekkert nema vitleysa og misskilningur. (MT: Ég sagði ekkert nema það, sem ég vissi). Það var sannað, að dómararnir voru alls ekki samflokksmenn. En þrátt fyrir það heldur hæstv. dómsmrh. áfram að japla á þessu.

Hæstv. ráðh. sagði; að eftir minni skoðun ættu prófessorar í lögum við háskólann að vera svo hræddir við stj., að þeir gætu ekki dæmt í hæstarétti. En hver skyldi vera meiningin með 57. gr. stjskr., par sem sagt er, að Hæstaréttardómari skuli ekki víkja úr embætti nema með dómi? Það er vitanlega til þess, að pólitísk stj. geti ekki vikið dómurum frá eftir geðþótta sínum og til að verndu þá fyrir umboðsvaldinu. Ef á að fara að búa til æðsta dómstól, sem ekki uppfyllir þessi skilyrði, er verið að brjóta stjskr. Hitt er allt annað, þótt prófessorar dæmi í forföllum hæstaréttardómara, en að þeir séu skipaðir fastir aukadómarar. Ég veit, að ekki hefir komið fram í Nd., að þetta væri stjskrbrot, en ég er ekki í vafa um, að svo sé.

Í sambandi við þetta er fróðlegt að spyrja, hvernig það geti samrímazt slíku, að dómararnir geti átt sæti á Alþingi, þar sem bannað er í 30. gr. stjskr., að dómarar í hæstarétti sett kjörgengir. Þó að hv. Nd. hafi yfirsézt þetta stjskrbrot, þá vil ég vekja athygli hæstv. ráðh. á því, að hún sá þó annað stjskrbrot í frv., sem sé það, að skilyrði fyrir því að fá sæti í réttinum var m. a., að viðkomandi væri ekki eldri en 60 ára, og samkv. því hefði orðið að víkja dómendum, þegar þeir náðu 60 ára aldri, en í frv. eins og það er nú hefir þetta verið fært í samræmi við stjskr. og aldurstakmarkið sett 65 ára. Á þessu sest, að stjskrbrt geta skotizt hjá mönnum og neynzt, má því vel vera, að ennþá séu einhver ákvæði í frv. þessu, sem koma í bága við stjskr. fyrir utan þau, sem þegar hefir verið bent á.

Þá vil ég nefna eitt dæmi enn upp á rökfærslu og hugsunarhátt hæstv. ráðh. Hann gat þess, að út af dómi S. Í. S. hefði því veri slegið föstu af þinginu 1928,að slík víxlspor, sem sit dómur hefði verið, mættu ekki eiga sér stað. En hvað var meiri hl. Alþingis 1928? Var hann kannske annað en rétt spegilmynd af anda og hugsunarhætti hæstv. ráðh.? Það var andi hans, sem stjórnaði meirihl. þá. M. ö. o., það var hæstv. ráðh. sjálfur, sem sló því föstu, sem þá var samþ. í þessu efni. Það er sama og að slá því föstu, að innlegg málaflutningsmanns hans eigi að vera sá rétti dómur, og sé ekki dæmt eftir þeim, þá á dómurinn að vera rangur. Þetta er aðeins litið dæmi um víxlspor hans og röksemdarfærslu og í fullu samræmi við það, sem hann hefir áður stigið. Allt fram og aftur, staðhæfingarnar sitt á hvað, eftir því sem á þarf að halda, allt í einum graut og vitleysu.