31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í D-deild Alþingistíðinda. (3802)

251. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég skal ekkert fullyrða um það, hvað hv. 1. landsk. hefir haldið um skoðanaskipti mín, en við áttum tal saman í dag, og þá spurðist hann ekki fyrir um það, hvort ég væri búinn að skipta um skoðun. Og ég átti tal við flokksmenn hans í gær og í morgun, og þeim var ljóst, að ekki yrði fallizt á það af hálfu stjórnarflokksins að kjósa n. nema í annari d. Á þingi er það föst regla, þegar athuga á sérstakt málefni, að kjósa þá eina n. til þess að annast verkefnið, og það, að í n. sitji ekki nema 3 menn, er ekki sízt miðað við það, að n. starfi milli þinga, en um þingtímann hafi fjvn. sama. verkefni með höndum.