30.05.1932
Efri deild: 87. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í C-deild Alþingistíðinda. (3847)

15. mál, fimmtardómur

Jón Jónsson:

Þetta frv. hefir tekið nokkrum breyt. í Nd. frá því, sem það var, er það fór héðan úr d., og þó einkum að því er snertir veitingu aðaldómaraembættanna.

Samkv. till. frá mér við 2. umr. málsins hér í d. var svo ákveðið, að veitinguna skyldi taka fyrir á ráðherrafundi og forseti ráðuneytisins síðan gera till. um veitinguna til konungs. Nú hefir Nd. breytt þessu svo, að aðeins er ákveðið, að taka skuli veitinguna til meðferðar á. ráðherrafundi áður en till. er gerðum hana til konungs. Tilgangur minn með þessari till. var sá að tryggja það betur en ella væri gert eftir frv., að sem bezt yrði vandað til vals dómaranna. Í gildandi 1. um hæstarétt er svo ákveðið, að dómararnir gangi undir prófraun áður en þeir taki sæti í réttinum. Nú hefir meiri hl. þingsins hinsvegar komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að fella dómaraprófið niður, og tel ég því rétt, að einhver önnur trygging sé sett fyrir vali dómaranna, og sá ekki aðra heppilegri en þessa, að veiting dómaraembættanna væri gerð samkv. ályktun ráðherrafundar. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, hver ráðh. ber veitinguna upp á ráðherrafundi, og get ég að því leyti vel sætt mig við breyt. Nd. á þessari till. minni, en þar sem hinsvegar kom fram í ræðum frsm. allshn. í Nd., að þetta ákvæði væri ekki bindandi, þannig, að því væri fullnægt, þó að veitingin aðeins væri tekin til umr. á ráðherrafundi, en ég hinsvegar legg mikla áherzlu á það, að ráðherrafundur taki ákvörðun um veitingu dómaraembættanna, hefi ég leyft mér að bera fram brtt. við frv., sem fer í þessa átt.

Ég hafði að vísu áður lagt hér til, að frv. gengi í gildi 1. júlí 1932, og gerði ég þetta með það fyrir augum, að rétturinn hefir sumarleyfi um þetta leyti, og hefði hinum nýju dómurum, sem þar tækju sæti, þannig gefizt tími til að búa sig undir starf sitt í réttinum. Nd. hefir nú breytt þessu aftur þannig, að l. ganga í gildi 1. sept. í ár, en með því að ég get ekki verið að gera þetta atriði að kappsmáli, hefi ég ekki borið fram neina till. um að færa þetta í fyrra horf, og ber aðeins fram brtt. um það, að veiting dómaraembættanna fari fram samkv. álykt un ráðherrafundar.