15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 835 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

5. mál, verðtollur

Frsm. meiri hl. (Steingrímur Steinþórsson):

Fyrir hönd meiri hl. fjhn. vil ég taka fram, að við mælum með því, að lögin um verðtoll verði framlengd um eitt ár. Vegna ástæðna ríkissjóðs er brýn þörf á, að hann haldi þessum tekjustofni. Fjárlagafrv. er byggt á því, að tollur þessi verði framlengdur eins og áður hefir verið gert, þegar eins hefir staðið á, að lögin fellu úr gildi um næstu áramót.

Minni hl., hv. 4. þm. Reykv. og hv. þm. G.-K., gat ekki orðið okkur sammála, en ætluðu að gera grein fyrir afstöðu sinni við umr. — En hvorugur þeirra er nú staddur hér og munu báðir vera veikir.