01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í C-deild Alþingistíðinda. (3914)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Ólafur Thors:

Hæstv. forseti sagði. áðan, að hann mundi slita fundi, ef þd. væri ekki ályktunarfær. Nú vantar talsvert til þess að hún sé það. Ég vil nú halda því fram, án þess að ég þori að fullyrða, hvað þingsköp ákveða í því efni, að það séu engin dæmi þess, að þm., sem ætlar að hefja umr. í máli sem fyrsti ræðumaður og hefir borið fram ósk um, að þdm. væru viðstaddir, þannig, að fundur væri lögmætur, að hann hafi ekki fengið því framgengt. Vænti ég því, að hæstv. forseti hlutist til um, að hið sama gangi yfir mig sem aðra í þessu efni.