01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í C-deild Alþingistíðinda. (3915)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Forseti (JörB):

Ég vil nú biðja hv. þm. að tefja ekki tímann lengur. Hv. þm. veit vel, að það er ekki venja að rekast í því, að þdm. séu ætíð í sætum sínum undir umr. Hann veit, að það tíðkast, að þingfundir eru oft ekki ályktunarfærir meðan ræður eru fluttar. Ég vona, að hv. þm. neyði mig ekki til að taka af honum orðið og veita það öðrum, en til þess verð ég að gripa, ef hann hverfur ekki að efninu.