01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í C-deild Alþingistíðinda. (3934)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Forseti (JörB) (hringir):

Út af ummælum hv. þm. N.-Ísf. vil ég taka það fram, að ég hefi áður sagt, hvers vegna ég neyðist til þess að hafa fundina svona langa. Það er til þess, að hægt sé að koma einhverjum málum fram. Ég geri það ekki af neinum leikaraskap að hafa næturfundi: þeir koma ekki síður við mig en aðra hv. þm. En ég vænti þess, að hv. dm. sjái nauðsyn á því, að afgreiðsla mála verði að ganga betur hér eftir en hingað til.

Út af því, hvað margir hlusta á ræður hv. þm., er það að segja, að ég get þar engu um ráðið, þar sem ég hefi engum þm. gefið fjarveruleyfi frá þessum fundi.