01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í C-deild Alþingistíðinda. (3939)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Ólafur Thors:

Hæstv. forseti hefir nú hringt allmyndarlega tvisvar sinnum, en enginn hefir komið. til messunnar. Ég vil nú spyrja hæstv. forseta, hvaða sanngirni sé í því að halda okkur, þessum fáu hræðum, sem nú erum orðnir eftir í d. og hljóðum þeim reglum, sem stöðu okkar fylgir, hér við umr. langt fram á nótt, þegar flestir flokksbræður hæstv. forseta eru löngu sofnaðir (það slokknar á nokkrum perum) og ljósin slokkna af sjálfu sér. Við eigum heimtingu á því, að Hæstv. forseti sjái um, að hv. þm. séu þó í húsinu, þegar umr. fara fram, þótt um ómerkilegt mál sé að ræða. Ég skil ekki, með hvaða rétti á að halda okkur hér, þegar sá hæstv. ráðh., sem hlut á að máli og helzt þyrfti að tala við, hleypur alltaf út, þegar andstæðingar hans byrja að tala, en læðist inn á milli til þess að hvísla í eyru forseta.