01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í C-deild Alþingistíðinda. (3948)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Frsm. minni hl. (Jóhann Jósefsson):

Ég bar fram fyrirspurn mína áðan sökum þess, að ég vildi fá að vita, hvort hæstv. dómsmrh. yrði leyft að ausa úr sér einni af sínum alþekktu í ræðum og umr. yrði svo frestað, án þess að færi gæfist á að svara. Þetta hefir oft komið fyrir hér í hv. d. Ég tel það mjög sanngjarnt, fyrst stjórnarliðið er því nær allt farið, og hjálparliðið líka, að atkv. sé leitað um það, hvort halda skuli umr. áfram eða ekki.