13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í C-deild Alþingistíðinda. (3969)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt svohljóðandi áskorun:

„Við undirritaðir skorum hér með á hæstv. forseta að leita samþ. d. á því, að umr. um frv. til laga um loftskeytatæki á botnvörpuskipum og um eftirlit með loftskeytanotkun íslenzkra veiðiskipa verði tafarlaust slitið og málið borið undir atkvæði.

Alþingi, 13. apríl 1932.

Vilm. Jónsson, Bergur Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Hannes Jónsson, Ing. Bjarnarson, Þorleifur Jónsson, B. Kristjánsson, Sveinn Ólafsson, Halldór Stefánsson, H. Guðmundsson“.

Nú hafa tveir menn kvatt sér hljóðs áður en þessi áskorun kom fram. Er það venja, að þeir, sem eru á mælendaskrá, þegar niður eru skornar umr., fái að halda sínar ræður. Mun svo einnig verða gert í þetta sinn, ef áskorunin verður samþykkt.