19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í C-deild Alþingistíðinda. (3994)

24. mál, bókhald

Flm. (Jónas Þorbergsson):

Frv. þetta er borið fram að tilhlutun dómsmálaráðuneytisins. Það hefir tvisvar legið fyrir þinginu áður og þá fyrir hv. efri deild. Í bæði skiptin náði það afgreiðslu þar, en hlaut ekki afgreiðslu þingsins sökum tímaskorts. Við samningu þess var stuðzt við erlenda löggjöf um þessi efni, sérstaklega sænska. Núgildandi lög um þetta efni eru frá 1911, en eins og kunnugt er hefir allur atvinnurekstur landsmanna tekið miklum breytingum síðan. Breytingar þessar hafa vitanlega í fór með sér aukna nauðsyn á fullkomnu bókhaldi í landinu. Benda má á það, að nokkrar meginástæður gera breyt. í þessu efni nauðsynlegar. Síðan árið 1911 hefir t. d. orðið mikil breyt. á um notkun lánsfjár til atvinnurekstrar, þar sem flest atvinnufyrirtæki byggjast nú á stórfelldum lánum og gagnkvæmri tiltrú. Aukið og bætt bókhald yrði því til mikils öryggis fyrir lánardrottnana. Í öðru lagi voru fyrir nokkru síðan sett lög um gjaldþrotaskipti. Öruggt og glöggt bókhald myndi gera slík skipti miklu greiðari og réttlatari. Í þriðja lagi má benda á lögin um tekju- og eignarskatt, sem sett hafa verið síðan lögin um bókhald voru samþ. Myndi allt framtal manna til tekju- og eignarskatts verða miklu gleggra og öruggara, ef ákvæðunum um bókhald yrði breytt í það horf, sem farið er fram á í frv. þessu. Og loks má benda á hann einfalda sannleika, að auðveldara verður fyrir einstaklinga og stofnanir að fylgjast betur með sínum eigin hag með hættu bókhaldi.

þessar eru hinar þrjár meginástæður fyrir því, að frv. þetta er hér fram borið. Einnig eru nokkrar fleiri, smærri ástæðum, sem ég ætla ekki að fjölyrða um hér að þessu sinni.

Eins og ég gat um, hefir frv. þetta fengið allmikinn undirbúning í hv. Ed. á 2 síðustu þingum, og ætti það að geta orðið til góðs stuðnings málinu. — Ég fjölyrði svo eigi frekar um málið að þessu sinni, en vænti þess, að hv. þd. taki frv. vel og láti það hafa góða afgreiðslu. Legg ég svo til, að það verði fengið hv. allshn. til meðferðar.