02.03.1932
Neðri deild: 18. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í C-deild Alþingistíðinda. (4023)

52. mál, fræðslumálastjórn

Flm. (Pétur Ottesen):

Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um frv. þetta að svo stöddu. Með því er ekki stigið nema örlítið skref af því, sem stíga þarf á þessu þingi til að draga úr útgjöldum ríkisins. Frá mínu sjónarmiði verður eigi hjá því komizt að taka nú föstum tökum á niðurskurði á útgjöldum ríkissjóðs, m. a. með því að draga úr hinum mikla kostnaði við skólahaldið í landinu, fresta því að meira eða minna leyti nú um hríð, minnka til stórra muna hið takmarkalausa starfsmannahald við sumar stofnanir ríkisins og draga að öðru leyti úr kostnaði við þær, m.a. með því að lækka launagreiðslur þar, því að yfirleitt hafa þeir, sem starfa við flestar þessar nýrri stofnanir, mun hærri laun en fjöldi þeirra annara starfsmanna ríkisins, sem taka laun samkv. launalögum. Þá þarf og að skera niður greiðslur til einstakra manna, sem ekki. eru annað en bitlingar frá stj., er koma fram í ýmsum myndum, þar á meðal í margföldum launagreiðslum til einstakra manna.

Það fer vitanlega eftir því, hvað vel og duglega verður nú gengið að verki í því að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins, hvort hægt verður að komast hjá því að draga enn frekara en stj. hefir gert í fjárlagafrv. úr fjárframlögum til verklegra framkvæmda. Vel getur svo farið, að eigi verði hjá því komizt, þó að slíkt sé vitanlega neyðarúrræði, þar sem atvinnuleysi vofir yfir. En eins og gjaldþoli almennings er mi komið og með þeim horfum, sem nú eru um afurðsöluna, verður að telja það gersamlega ófæra leið að ætla sér að byggja útgjöld ríkissjóðins á nýjum skattaálögum. Eina færa leiðin til þess að komast rétt inn á fjárhag ríkisbúskaparins er að draga úr útgjöldum para eins og frekast er unnt. Á því veltur um fjárhagsafkomu ríkisins, hvernig þetta tekst.

Hvað þetta frv. snertir, þá sparast með því, ef það verður samþ. 15 þús. kr. árleg útgjöld úr ríkissjóði. Um starf þessara svonefndu „kennsluprófasta“ í þarfir barnafræðslunnar er almennt litið svo á úti um sveitir landsins, að þótt það sé fellt niður, sé ekki mikill skaði skeður. Ég hefi fellt niður úr l. frá 1930 þær gr., sem fjalla um þetta atriði, en hinsvegar látið standa ákvæðin um prófin. Það er svo ákveðið í lögunum, að þótt þessir „kennsluprófastar“ séu sendir út um sveitirnar. Þá á að halda próf árlega eigi að síður. Þetta um prófið hefi ég því látið standa óbreytt eins og það er í l. frá 1930.

það hafa nú þegar komið fram nokkur frv., sem öll stefna í sömu átt, að draga út útgjöldum ríkissjóðs, og þó að efni þeirra að öðru leyti gæti frekar fallið undir starfsvið annara fastanefnda en fjhn., þá hefir þeim samt verið vísað til hennar. Það hefir verið litið á þessi frv. sem fjárhagsmál, og svo finnst mér að megi gera með þetta frv.

Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri, en óska, að málið fái að ganga áfram og geri að till. minni, að því verði að þessari umr. lokinni vísað til hv. fjhn.