02.03.1932
Neðri deild: 18. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í C-deild Alþingistíðinda. (4037)

54. mál, skipun barnakennara og laun

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Þetta frv. hefir legið fyrir tveimur undanförnum þingum. Það mun upphaflega samið af Sambandi íslenzkra barnakennara og hefir verið flutt af ýmsum hv. þm. og þ. á m. núv. hæstv. fjmrh.

Með þessu frv. á að gera breyt. á skipun barnakennara og bæta laun þeirra. Málið hefir verið athugað áður hér á þingi í n., er því orðið kunnugt og ætti að geta gengið greiðlega gegnum þingið.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa lengri framsögu fyrir frv., en legg til, að því verði vísað til menntmn.