19.05.1932
Neðri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í C-deild Alþingistíðinda. (4066)

70. mál, ábúðarlög

Halldór Stefánsson:

Það er aðeins fyrirspurn til hv. 2. þm. Skagf. um það, hvort hann meini, að landeigandi eigi að leggja fram hluta af fyrningargjaldinu, og ábúandi þá þeim mun minna, eða hvort hann ætlast til, að jarðeigandi leggi í fyrningarsjóðinn á móti fullu fyrningargjaldi frá ábúanda og það taki þá þeim mun styttri tíma að safnast í sjóðinn Hvort ég get fallizt á þá hugsun, sem kemur fram hjá hv. þm. veltur á því, hvort hann ætlast til, að landeigandi eigi í raun og veru að bera nokkuð af fyrningarkostnaðinum eða hvort hann á að leggja það fram í því praktíska augnamiði að eiga þar fé, sem hægt sé til að taka þegar endurreisa þarf híbýlin.