19.05.1932
Neðri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í C-deild Alþingistíðinda. (4067)

70. mál, ábúðarlög

Magnús Guðmundsson:

Mín hugsun var, að eigandinn legði fram jafnmikið og ábúandinn, en framlag hins síðarnefnda verði full leiguliðabót, yrði svo, að sjóðurinn safnaðist þeim mun fyrr. (HStef: Þá fellst ég á það). Það vakir fyrir mér, að þetta komi sem fyrst að notum. Það er alltaf hægt að færa niður gjaldið hjá báðum eða öðrumhvorum, ef það sýnir sig, að óþarflega fljótt ætli að safnast í sjóðinn.