19.05.1932
Neðri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í C-deild Alþingistíðinda. (4068)

70. mál, ábúðarlög

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Út af umr., sem orðið hafa um 3. brtt. á þskj. 756 frá hv. 1. þm. N.-M., vil ég taka það fram, að mér sýnist dálítið hæpið að leggja þá kvöð á jarðeigendur að leggja fé í þennan sjóð, því að vel getur komið fyrir, að jörðin komist í leiguábúð, og þá er enginn slíkur sjóður til. Það er þó virðingarvert af Alþingi að vilja tryggja viðhald bygginga á þeim leigujörðum, sem nú eru. Þó er það ekki nema nokkur hluti þessa máls, því að alltaf getur breytzt með ábúð á jörðum. Annað veifið eru þær í sjálfsábúð, en hitt í leiguábúð. Annars sé ég ekki, hver munur getur verið á því, að leiguliði og landsdrottinn greiði þetta gjald báðir eða að gera öðrum þeirra að skyldu að greiða það, því að ef landsdrottinn á að greiða það, þá setur hann afgjald jarðarinnar heim mun hærra, sem því nemur. En sé leiguliðans að greiða það, þá borgar hann sem því svarar minna eftirgjald. Það er því með öllu ástæðulaust að vera að skipta þessu. Hitt er athugavert, hvort ákvæði þetta æti ekki að ná til annara jarða en þeirra, sem eru í leiguábúð.