20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í B-deild Alþingistíðinda. (417)

5. mál, verðtollur

Jón Baldvinsson:

Ég hefi áður getið þess í umr., að ég væri mótfallinn framlengingu verðtollsins. Ég tel ekki rétt að halda þeim skatti áfram, af því að ég tel aðrar leiðir til tekjuöflunar heppilegri til handa ríkissjóði. Hér er um hreint stefnumál þess flokks að ræða, er ég tilheyri, að vera yfirleitt á móti tollum. Að vísu getum við hugsað okkur, að lagðir séu tollar á óhófsvörur. En hér er meðfram um toll á nauðsynjavöru að ræða. Mun ég því greiða atkv. gegn þessu frv.