31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í C-deild Alþingistíðinda. (4189)

141. mál, skirteini til vélstjórnar

Bjarni Snæbjörnsson:

Ég hefi flutt hér í deildinni frv., er fór í svipaða átt og þetta. Af því hafa sprottið allmiklar blaðadeilur og jafnvel persónulegar árásir á mig, og til gamans vil ég geta þess, að stjórn vélstjórafélagsins hefir kært mig fyrir stjórn læknafélagsins vegna flutnings þessa frv.

Ég get tekið undir það með hv. 2. landsk., að þetta er talsvert vandamal, þó að öll sanngirni mæli með því, að þeir, sem lengi hafa unnið við vélstjórn á skipum án þess að hafa sérstakt próf, fái einhver réttindi. Um það efni er nú komið fram frv. í Nd., og mun ég bíða og sjá, hvernig það fer. Annars vænti ég, að hv. sjútvn. skili nál. um frv. mitt, sem til hennar hefir verið vísað, hvað sem um það kann að verða að öðru leyti.