31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í C-deild Alþingistíðinda. (4192)

141. mál, skirteini til vélstjórnar

Ingvar Pálmason:

Það er rétt, að hjá sjútvn. er frv. frá hv. þm. Hafnf. um þetta efni, en n. hefir ekki séð ástæðu til að taka fasta ákvörðun um það, af því að hún hafði grun, sem nú er orðinn að vissu, um það, að fram myndi koma í hv. Nd. frv., sem leysti þetta mál á heppilegum grundvelli. Ég vil því taka það fram f. h. n., að hún mun láta frv. hv. þm. Hafnf. bíða, þar til seð verður fyrir um afdrif frv. í Nd. En ég get látið það í ljós sem mína skoðun, að ég tel mjög varhugavert að ganga inn á þá braut, sem frv. fer fram á. Ég tel miklu heppilegra, að sett sé löggjöf um það, að menn geti öðlazt þennan rétt eftir föstum skilyrðum, þótt þeir hafi ekki gengið gegnum vélstjóraskólann.