29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í C-deild Alþingistíðinda. (4207)

142. mál, skemmtunarskattur og þjóðleikhús

Pétur Ottesen:

Hv. flm. hefir nú gert grein fyrir heim breyt. á l. frá 1927, sem fram á er farið með þessu frv. Aðalástæðan, sem hann telur vera fyrir frv., er sú að afla ríkissjóði tekna vegna hins bágborna ástands hans nú og á næsta ári, eins og gera má ráð fyrir. Á þessu er nú sjálfsagt þörf. En ég veit ekki, hvort hv. þm. hefir tekið það til athugunar, er hann flutti eða samdi frv., að ákvæði 1. gr. Þess snerta mörg sveitar- og bæjarfélög, sem líka eiga við erfiðleika að búa: Í l. frá 1927 var heimild fyrir þau bæjarfélög, sem hafa fyrir neðan 1500 íbúa, að leggja á hjá sér skemmtanaskatt. Mátti sá skattur renna beint til þarfa hreppsins. Eftir þessari heimild hefir nú þessum skatti verið komið á á nokkrum stöðum og nokkurra tekna verið aflað á þennan hatt. Er þá nokkuð harkalegt að ræna slík sveitarfélög þessum tekjustofni nú, einkum þar sem þessar tekjur hafa verið látnar ganga til líknarstarfsemi og annara þarflegra hluta. Mundi slík starfsemi verða að leggjast niður, þar sem svo erfitt er nú um allar greiðslur. Ég held því, að hv. flm. hafi ekki komið auga á þessa hlið málsins, er hann samdi frv. Vona ég, að hann geti fallizt á við nánari athugun að fella niður 1. gr. frv. Það er líka annað atriði í sambandi við ákvæði sömu greinar. Það ákvæði, að skatturinn frá kauptúnum eða þorpum, sem hafi 500–1500 íbúa, skuli renna til ríkissjóðs, stangast á við það ákvæði 1. frá 1927, er ég gat um áður, því heimildin á að standa þar óhögguð eftir sem áður. Býst ég við, að hv. flm. hafi ekki athugað þetta nógu vel, því viðar er um ákvæði að ræða, sem rekast hver á önnur. Við frv. að öðru leyti hefi ég ekkert að athuga. Ég get. fallizt á, að skatturinn, sem innheimtur er samkv. lögum frá 1927 og nú gengur til þjóðleikhússins, renni beint í ríkissjóðinn um þetta 11/2 ár, sem til er tekið. Enda er það í samræmi við till., sem fjvn. flytur um ráðstöfun á skemmtanaskattinum.

Ég vona aðeins, að hv. flm. og hv. d. geti fallizt á aths. mínar við 1. gr. frv., um að hún verði felld niður og að frv. verði síðan samþ. svo breytt.