15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1173 í C-deild Alþingistíðinda. (4233)

149. mál, verðhækkunarskattur

Hannes Jónsson:

Það á e. t. v. ekki við á þessu stigi málsins að fara mikið út í einstakar gr. frv., en ég vil samt ekki láta undir höfuð leggjast að taka nokkur atriði þess til athugunar, og vonast ég til þess, að sú hv. n., sem fær þetta mál til yfirvegunar, taki aths. mínar til greina. Það, sem ég ætla aðallega að taka til athugunar, er 4. gr. frv. Mér skilst, það svo, að í sínu núverandi formi geti hún alls ekki staðizt. Hér er gert ráð fyrir, að eigendaskipti jarða geti orðið með þrennu móti, sölu, erfðum og gjöf. Í gr. er gert ráð fyrir, að hafi ekki orðið eigendaskipti á fasteign síðan í fyrsta skipti var ákveðið matsverð hennar samkv. lögum nr. 22, 3. nóv. 1915, og telst þá matsverð þess fasteignamats vera kaupverðið, nema seljandi sanni, að það hafi verið hærra, þegar hann eignaðist hana. En nú geta hæglega hafa orðið eigendaskipti á jörðum eftir að þessi lög gengu í gildi, án þess að verð hafi komið fram, t. d. ef jarðir hafa verið gefnar. Samkv. gr. væri nú ekki hægt að láta þessa jörð falla undir ákvæði seinni hluta gr., heldur yrði hún að falla undir þann fyrri. Og ef svo vel vildi nú til, að þessi jörð hefði ekki verið seld síðan í Móðurharðindunum, og þá fyrir fáeina dali, er ég hræddur um, að verðhækkunarskatturinn samkv. l. gr. frv. yrði helzt til mikill. Og þetta er einmitt gagnstætt því, sem hv. flm. hafa ætlazt fyrir með frv., og því nauðsyn á breyt., svo að það komi vel fram, að þó að eigendaskipti hafi orðið síðan fasteignal. komu í gildi, verði verðið ekki hærra en fasteignamatið er. — 18. gr. frv. finnst mér einnig athugaverð. Þar eru ákvæði um það, að ef seljandi ætlar að koma sér undan verðhækkunarskatti með því að tilgreina of lagt söluverð, skuli lögskipaðir virðingamenn bæjar- og sveitarfélaga meta gangverð fasteignarinnar eins og á stóð þegar eigendaskipti fóru fram, og skal það teljast söluverð samkv. 5. gr. Ég held, að oft sé örðugt að sjá, hvort seljandi hafi í huga að koma sér hjá verðhækkunarskatti. Það er víða svo nú orðið, að foreldrar selja börnum sínum jarðir. Venjulegast er þá söluverðið ákveðið lagt, oft talsvert lægra en fasteignamatið. Það mætti segja, að þarna væri seljandinn að reyna að smeygja sér undan verðhækkunarskatti. Og þá er farið að stefna í öfuga átt við tilgang frv., ef ekki má selja jörð vægu verði, jafnvel neðan við sannvirði, þegar svona stendur a. Ég tala nú ekki um það, ef einhver vildi blátt áfram gefa jörð; það gæti enn frekar lítið út sem tilraun til þess að smeygja sér undan verðhækkunarskattinum. Ég er á því, að í frv. séu ýms varhugaverð ákvæði. T. d. er það mjög vafasamt, hvort rétt sé að láta þennan skatt ná til verðaukningar jarða af þeim ástæðum, að dýrmætir málmar fyndust í jörðinni; það gæti svo farið, að allur ágóði slíks fundar yrði tekinn af eigandanum samkv. þessu frv., ef verðhækkunin fer yfir 200%. Hingað til hafa slíkar námur, ef fundizt hafa, verið taldar óskoruð eign jarðeigandans, og eigi að afnema það, þá er þar gengið gersamlega á móti öllum ríkjandi skoðunum um þetta mál. — Mér skilst það af frv., að flm. Þess liti svo á, sem öll verðhækkun fasteigna muni koma fram við ráðstafanir hins opinbera, og þess vegna sé ekki nema réttlatt að taka skatt af allri slíkri verðhækkun. En verðhækkun fasteigna getur mjög auðveldlega orðið án þess að opinberar ráðstafanir komi þar nálægt. Í grg. frv. er tekið fram, að eðlilegt sé, að einhver hluti verðhækkunarinnar hverfi aftur þangað, sem hún sé runnin frá, nefnilega því opinbera. Ef það á að vera föst regla, að einhver hluti slíkrar verðhækkunar hverfi aftur til upphafs síns, er ekki réttlatt að taka mikinn skatt til hins opinbera af verðmætum, sem kynnu að finnast í fasteigninni án allrar tilskikkunar hins opinbera.

Ég hefi e. t. v. ekki athugað frv. nógu vel, en arter finnst vanta í það ákvæði viðvíkjandi erfðaleigulöndum. Ekkert er tekið fram um það, hvernig stofnverð eigi þá að myndast, sé byggt á óbyggðu landi, yrði auðvitað að taka byggingarkostnað o. s. frv. þar með. Þetta o. fl. þyrfti að athuga nánar, og treysti ég n. til að gera það. Annars get ég sagt ráð, að ég fellst á stefnu frv. í aðalatriðum, en finnst það hinsvegar vera að „grípa guð í fótinn“ eftir allan þann glundroða, sem orðinn er í öllu verðlagi, að setja nú l. um hindrun á hoflausri verðhækkun fasteigna eftir að hækkunin er komin á. Lögin eiga að fyrirbyggja þann sjúkdóm, en gefa ekki læknað hann nema að litlu leyti.