29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í C-deild Alþingistíðinda. (4355)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Magnús Guðmundsson:

Ég heyri, að hv. 2. þm. Rang. er að reyna að spyrða mig við sig í þessu máli. Ég skal lofa honum því, að ég skal athuga vandlega, hvort ég eigi að fylgja honum eða hæstv. fjmrh. í þessu máli. Ég er ekki alveg viss um nema það ráði nokkru um afstöðu hans, að núv. bankaeftirlitsmaður er í öðrum þingflokki en hann sjálfur. Annars mun ég bíða með að taka afstöðu með hv. þm. þangað til hann hefir synt hug sinn í öðrum málum, sem fyrir liggja. Af afstöðu hans til annara sparnaðarmála get ég ráðið, hvort hann mælir með þessu máli af einlægni eða ekki.

Um erindisbréfið er það að segja, að starfið þarf ekki að vera lítilsverðara fyrir það, þótt þessi maður hafi ekki fengið erindisbréf, enda er það ekki honum að kenna, heldur stjórninni.