29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í C-deild Alþingistíðinda. (4356)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Ólafur Thors:

Mér þótti miður að heyra, að hæstv. fjmrh. skyldi segja, að ég hefði dregið skakkar ályktanir af orðum sínum. Ég benti til þess, að embætti þetta myndi ekki vera allskostar óþarft, þar sem hæstv. ráðh. lysti yfir því, að hann hefði stuðzt við umsögn bankaeftirlitsmannsins í hinu stærsta bankamáli, sem hér hefir verið á döfinni. Dóms þessa manns hefir því verið leitað í þessu stórmáli og verið byggt á honum. Þetta játaði hæstv. ráðh., en vildi þó halda því fram, að embættið hefði ekki orðið að fullu gagni; af því að erindisbréf hefði vantað. Ef þetta er rétt, hverjum er þá um að kenna?

Ég vil að lokum segja lítið lofsyrði til hv. 2. þm. Rang. Eins og hann hefir hér tilfært orð mín og hv. 2. þm. Reykv., verður að játa, að hann er meistari í að draga skakkar ályktanir af skökkum forsendum.