25.05.1932
Sameinað þing: 11. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 420 í D-deild Alþingistíðinda. (4379)

714. mál, atkvæðagreiðsla alþingiskjósenda um áfengislöggjöfina

Forseti (EÁrna):

Út af þeim orðum hv. þm. Seyðf. til mín, að ég hefði tekið þessa till. á dagskrá, en ekki aðra till., sem þm. stendur að, vildi ég taka það fram, að það er rétt, sem hv. þm. sagði, að hann kom að máli við mig í gær og fór fram á það, að ég tæki þessa till. sína á, dagskrá í dag, en þá stóð svo á, að ég var þegar búinn að ákveða dagskrá þessa fundar, og þar sem ég hinsvegar vissi, að tími fyrir umr. í Sþ. var mjög afskammtaður í dag, taldi ég mér ekki fært að taka báðar till. á dagskrá, enda þegar búið að ræða þessa till. hv. þm. að nokkru. Af sérstökum ástæðum verður og þessum umr. frestað nú og málið tekið út af dagskrá.