31.03.1932
Neðri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1305 í C-deild Alþingistíðinda. (4408)

174. mál, hámark launa

4408Forseti (JörB):

Mér er ekki ljóst, hvað fyrir hv. þm. G.-K. vakir, þar sem hann vék að mér ummælum í sambandi við grg. þessa frv. Það er ekki í mínu valdi að hafa nein áhrif á það, hvernig hv. þm. rökstyðja þau þingmál, sem þeir bera fram, og ég get ekki vitað um það fyrirfram, og ekki heldur, hvort þar er rétt hermt. Ef mér væri kunnugt um það fyrirfram, hvað væri á seiði og að rangt væri með farið, mundi ég að sjálfsögðu koma í veg fyrir það, ef það stæði í mínu valdi.