06.04.1932
Neðri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1246 í C-deild Alþingistíðinda. (4427)

162. mál, sala þjóðjarða og kirkjugarða

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Af því að þetta kemur kirkjujarðasölunni mikið við og ég hefi um stund haft afskipti af því máli, verð ég að segja nokkur orð. Hefi ég orðið þess var, að ýmsir hv. þm. eru þeirrar skoðunar, að það beri að fella frv. strax. Skiptir það að vísu ekki miklu máli, ef á að fella frv. á annað borð, hvort það er gert fyrr eða síðar, en annars eru menn ekki vanir því að vera svona bráðir á sér um þau frv., sem orka meira tvímælis en þetta. Er ég sammála hv. síðasta ræðumanni um það, að óheppilegt væri, að það færi saman, að Alþingi bannað sölu á kirkju- og þjóðjörðum og að það gerði ekkert til þess að tryggja rétt leiguliða. Það er satt, að nú er mjög erfitt að vera leiguliði, sérstaklega á jörðum einstakra manna. Vestur á Breiðafirði var nýlega ábúandi á jörð, sem var eign manns hér í Reykjavík. Bóndi fluttist ekki alls fyrir löngu burt af jörðinni, og kom þá upp spurningin um það, hvað honum bæri að fá fyrir laglegt steinhús, sem hann hafði komið sér þar upp. Eigandinn býður honum 1 þús. króna fyrir húsið, sem í Reykjavík hefði kostað a. m. k. 10 þús. kr. Gæti þetta og þvílíkt reyndar komið mönnum á þá skoðun, að ófært sé að hindra menn frá kaupum opinberra jarða. En það er annað, sem kemur hér til athugunar, sem sé það, að þótt kirkju- og þjóðjarðir séu seldar, er engin trygging fyrir því, að þær geti haldizt í eign ábúandans. Meira en helmingur af jörðum landsins er nú ekki í sjálfsábúð. Nokkur hluti af þessum jarðeignum er í eigu hins opinbera, og eru landsetar hvergi betur settir en par. Hættan við sölu þjóðjarðanna er í því fólgin, að mikill hluti þeirra verði ekki í sjálfsábúð, þegar til kemur, og vandræði leiguliða aukist þannig að miklum mun. En nú eru þeir litlu betur settir, sem fá jörð keypta, nema rétt í bili, því að þegar svo ábúendaskipti verða, kemur til verðhækkun á jörðunum, sem getur gert það að frágangssök fyrir yngri kynslóðina að taka við þeim. Fyrsta kynslóðina fær jarðirnar fyrir gott verð og græðir á kaupunum, en þeir, sem síðan taka við, eru háðir óeðlilegri verðhækkun, svo að þjóðjarðasalan getur orðið mjög vafasamur velgerningur.

Ég álít heppilegt, að ekki sé haldið áfram að selja þessar jarðir, en að það kæmu lög, sem tryggðu leiguliðana á þessum jörðum. Ég álit, og er samdóma hv. þm. S.-Þ. um það, að það verði að tryggja leiguliðunum ábúð á jörðum þess opinbera, en það er ekki hægt nema með erfðafestu, og afleiðingin af því verður sú, að jörðunum verður að mega skipta milli erfingja. Þetta er mjög nauðsynlegt mál, að setja ný ábúðarl., og má ekki dragast; það er miklu stærra mál en sjálft þjóðjarðasölumálið og það mætti athuga, hvort erfðfaábúð ætti að ná yfir allar leigujarðir. hér hefir legið fyrir Alþ. ákaflega vel undirbúinn stór lagabálkur um ábúð á leigujörðum, borinn fram eftir till. mþn. í landbúnaðarmálum. Þetta er náttúrlega stórt mál, og er eðlilegt, að um það séu skiptar skoðanir, og ég vil ekki segja, að það séu ekki ýms vafaatriði í frv. n. En unga fólkið, sem bíður eftir jarðnæði í sveitum landsins, eða þarf að flýja á mölina í kaupstöðunum, af því að jarðnæðið er svo dýrt, þó það sé til, það á heimtingu á, að þetta mál sé nú ekki svæft eða látið verða óútrætt. Þegar svo er ástatt, að meira en helmingur allra leiguliða í landinu byr Við hreint og beint réttleysi, og þeir, sem vilja fá jarðir, geta ekki tekið þær vegna ósæmilegs leigumála, þá er það vist, að Alþ. bregzt skyldu sinni, ef það gerir ekki neitt til að rétta hlut þessara manna. En það verður ekki leyst úr þessu máli á viðunandi hátt nema með erfðaábúð, því að meðan hún er ekki fengin, þá helzt við böl verðhækkunarinnar, sem er mesta plága sveitabúskaparins á Íslandi.

Ég álít viðvíkjandi opinberu eignunum, að það sé rétt, að þær séu ekki seldar, nema sérstaklega standi á, en í kjölfar þess þarf að fylgja erfðaábúð, ekki einungis vegna þeirra bænda, sem á jörðunum búa, heldur líka og engu síður vegna ríkissjóðs.

Það er rétt, sem hv. þm. S.-Þ sagði, að ef ríkið ætti að kaupa allar jarðeignir í landinu, þá væri það því langsamlega ofvaxið. Og þó að það væri búið að kaupa allar jarðirnar, þá væru þær orðnar því svo dýrar, að það væri ekki hægt að leigja þær með peningavöxtum af kaupverðinu. En þar við bætist svo byggingarspursmálið. Það væri því æskileg leið að taka upp erfðaábúð, því að þá væri hægt að létta af ríkissjóði og kirkjujarðasjóði að byggja upp á jörðunum, og láta abúendurna sjálfa gera það. Og mér finnst það sjálfsagt, fyrst það er hægt, að létta af ríkinu byggingarkostnaðinum. Ef ábúendurnir byggðu upp, þá ætti ríkið landið eða jörðin, en ættin ætti mannvirkin eða endurbæturnar, sem ættu þá að ganga á ódýran hátt frá kynslóð til kynslóðar.

Þótt því þetta frv. félli nú, þá gæti vel gengið fram á þessu þingi þáltill. um að selja ekki jarðirnar á meðan væri verið að undirbúa nýja ábúðarlöggjöf. Ég held, að það ætti að mega fá þá málamiðlun, a. m. k. við þá menn, sem viðurkenna núverandi réttleysi leiguliða og vilja breyta því. Og þá ynnist tími til að undirbúa lög um erfðaábúð á opinberum eignum.

Ég vil svo minna hv. landbn. og alla þá, sem unna malefnum landbúnaðarins, á það, að þetta stóra frv., sem nú liggur fyrir þinginu um ábúð, á meira erindi inn í umr. í þessari hv. d. en sumt annað, sem hér hefir verið rætt að undanförnu.