06.04.1932
Neðri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1260 í C-deild Alþingistíðinda. (4431)

162. mál, sala þjóðjarða og kirkjugarða

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er augljóst, að svo fer, að talsverðar umr. verða um þetta mál. Hv. 1. þm. Eyf. talaði um, að það væri sótt með ofurkappi að fella það frá nefnd. Ég mótmælti í upphafi aðeins hinum óhæfilegu ummælum í grg. frv., að lagasetning þessi hefði orðið til hins mesta ógagns. Þetta er svo mikil fjarstæða, að hún má ekki vera óvítt. Ég vil líka benda á, að sala þjóðjarða hefir tvær hliðar. Önnur er salan sjálf, en hin, hvað gert hefir verið við peningana, sem inn hafa komið fyrir jarðirnar. Það kemur líka til greina. Þessir peningar hafa ekki orðið að eyðslueyri, heldur hafa þeir gengið í ræktunarsjóð, sem í mannsaldur hefir verið hin öflugasta lyftistöng landbúnaðarframfara á landi hér og heldur áfram að starfa. Undir slíkri grg. sem þessari er ekki hægt að sitja þegjandi, þegar annars eins misskilnings verður vart.