15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í C-deild Alþingistíðinda. (4530)

230. mál, efni í tunnur

Flm. (Guðbrandur Ísberg):

Það hefir verið mikið um það rætt í vetur, bæði utan þings og hér á Alþingi, að styðja beri innlendan iðnað, og allir þjóðræknir Íslendingar hljóta að taka undir þá kröfu. Þetta frv. gengur í þá att að afnema innflutningstoll af efni í tunnur, sem ætlaðar eru undir innlendar framleiðsluvörur. Ég vil fyrst geta þess, að hér á landi er ein fullkomin tunnuverksmiðja, og er hún á Akureyri. Önnur verksmiðja, sem líka hefir starfað og hefir helztu tæki, sem til þess þarf að búa til tunnur, er á Siglufirði, og ég hygg, að einhver vísir til slíkrar verksmiðju muni vera hér í Rvík, þótt það sé einungis í smáum stíl, að því er mér hefir verið sagt. Nú er vitanlegt, að hér á landi hefir verið notað hátt á annað hundrað þúsund síldartunna auk nokkurra þús. tunna undir hrogn og um 20 þús. tn. undir kjöt. Þessar tunnur hefði mátt smíða allar í landinu sjálfu og spara a. m. k. 1,50 kr. í vinnulaun á hverja tunnu, sem greitt hefir verið erlendum verkamönnum og verksmiðjueigendum í kaupverði hverrar innfluttrar tunnu. Fyrir landið allt munar þetta 200–300 þús. kr., sem runnið gætu í vasa innlendra manna, aðallega verkamanna. ef hægt væri að smíða tunnurnar her. Verksmiðjan á Akureyri smíðaði árið 1931 eitthvað um 15 þús. tunnur á mánuði þann tíma, sem hún starfaði, eða samtals um 40 þús. tunnur. Hefði hún starfað í 9 mán., hefði hún getað smíðað 135 þús. tunnur. Ef þessi verksmiðja gæti starfað 6 vetrarmánuðina, þegar fjöldi manna gengur atvinnulaus í kaupstöðunum, gæti hún smíðað 90–100 þús. tunnur, eða helming þeirra tunna, sem notaðar eru í landinu. Nú mun verksmiðjan á Siglufirði vera að útvega sér fullkomnari vélar til tunnugerðar en hún hefir áður haft. svo að þessar tvær verksmiðjur gætu smíðað allar þær tunnur, sem landsmenn nota. Nú mun vera tollur á efniviðnum, nálægt 20 aur. á hverja tunnu, svo að í rauninni er hér ekki um mikið tollatap að ræða fyrir ríkissjóðinn, því að undanfarið hefir ekki verið um neinn teljandi innflutning tunnuefnis að ræða, að undanskildu árinu 1931, þegar inn voru fluttir stafir í 40 þús. tunnur til Akureyrar og eitthvað um 20–25 þús. tunnur til Siglufjarðar. Innflutningstollurinn af þessu tunnuefni er alveg hverfandi hjá þeim beina hagnaði, sem landsmenn hefðu af því að smíða þær tunnur sjálfir, sem þeir þurfa að nota, en hann mundi nema ca. 300 þús. kr.

Ég tel ekki þurfa að hafa fleiri orð um þetta. Ég geng út frá því vísu, að allir þeir menn, sem viðurkenna — og það veit ég að allir hv. þdm. gera —, að styðja beri íslenzkan iðnað, hljóta að greiða atkv. með þessu frv. Þeir hljóta að vilja komast hjá því, ef unnt er, að greiða 300 þús. kr. út úr landinu fyrir smíði á tunnum, sem ver getum auðveldlega annazt sjálfir, þótt ríkissjóður kynni að tapa við það 4000–5000 kr. í tolli af þessari efnivöru.