15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í C-deild Alþingistíðinda. (4534)

230. mál, efni í tunnur

Flm. (Guðbrandur Ísberg):

Frv., sem hér er borið fram, miðast einungis við það ástand, sem nú er, og að hér á landi eru þegar til verksmiðjur, sem geta leyst þetta af hendi. Ég vil á engan hátt efa, að heppilegast væri að kaupa efnið ósagað, eins og hv. þm. Seyðf. benti á, en til þess þarf nýja verksmiðju, sem ekki er að vita, hvenær reist verður. Ég vil þess vegna, þótt athuga megi einnig sögun á viðnum sem framtíðartakmark, í þessu sambandi álíta, að ekki tjái að blanda því inn í þetta mál. Ég vil svo leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til fjhn.