15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

7. mál, lax- og silungsveiði

Jónas Þorbergsson:

Ég leyfi mér að taka undir ósk hv. frsm. landbn. um það, að þetta mál verði tekið af dagskrá nú. Hefi ég tekið eftir því við nánari athugun till. þeirrar, er ég bar fram á þskj. 410, að það vantar inn í tilvitnun í 1. gr. till., og myndi ég nota frestinn til að bæta úr þessu. Auk þess er það ljóst, að mikill misskilningur ríkir um till. mína. Vildi ég því helzt geta unnið með n. og haft þá tilhögun á málinu, sem allir gætu sætt sig við. Þætti mér gott að heyra undirtektir hæstv. forsrh. um þetta. Veit ég ekki betur en að hann hafi oftast orðið við slíkum tilmælum sem þessum, ef þm. hafa þótzt eitthvað vanbúnir þetta er 3. umr. málsins og gefst því ekki tími til að lagfæra þetta seinna.