15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

7. mál, lax- og silungsveiði

Forseti (JörB):

Þetta mál hefir nú verið fyrir nokkrum undanförnum þingum. Get ég reyndar viðurkennt, að hv. þm. Dal. hefir ekki haft tækifæri til að sinna málinu hér fyrr en nú. En ég hafði búizt við, að landbn. hefði ekki þurft langan tíma til að átta sig á till. þeirri, sem fyrir liggur. Þó horfir málið öðruvísi við, ef bæta á við fyrri till. En þar sem nú er orðið áliðið þingtímann og umr. um fjárl. byrja á morgun og standa yfir þann dag allan og sennilega líka á mánudag, er varla hægt að taka málið fyrir þá. Hinsvegar er það fullmikið að fresta því til þriðjudags, og væri þá helzt að athuga, hvort horfur væru á því, að það gæti komið á undan fjárl. á morgun, og yrðu þá væntanlega ekki langar umr. um málið.