15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

7. mál, lax- og silungsveiði

Jónas Þorbergsson:

Út af því, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði, vil ég taka það fram, að ég kom með brtt. mína eins fljótt og hægt var. Frv. kom ekki úr prentun fyrr en seint í gærmorgun, og sendi ég brtt. mína samstundis í prentun. Var henni því ekki útbýtt fyrr en í morgun. Hér er ekki um neina undirhyggju að ræða. Er miklu torskildara það ofurkapp, sem virðist vera lagt á það að reka málið með offorsi gegnum deildina, þar sem mönnum gefst naumast kostur á að koma fram með brtt., hvað þá að hæstv. forseti vilji vera svo eftirlátur, að taka málið af dagskrá. — Hvað snertir hótun hv. þm. V.Húnv. um það, að hann hafi ráð á því að stinga upp í þdm. með því að skera niður umr., þá er slíkt ekki á valdi hans eingöngu, heldur deildarinnar. Og hann mun ekki hafa ráð hv. d. í hendi sér, þótt hann gerist hér mikill á lofti.