19.05.1932
Efri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

7. mál, lax- og silungsveiði

Magnús Torfason:

Ég stend aðeins upp til að mæla með brtt. á þskj. 749, sem ég hefi borið fram við 1. brtt. á þskj. 735, frá hv. 4. landsk. Ég get ekki séð, að sú brtt. hans út af fyrir sig, eins og hún er, eigi eiginlega nokkurn rétt á sér. Það væri þá miklu nær að þurrka 3. lið 2. gr. hreinlega út. Ábúandi og eigandi jarðar standa ekki jafnt að vígi um slíka samninga. Þegar leigutaki óskar eftir að fá jörð, þá verður hann að ganga að þeim samningum, sem jarðareigandi vill vera láta. Annars fær hann ekki jörðina. Hún verður þá öðrum leigð. Ég geri ráð fyrir því, að samningar um þetta færu þá helzt fram, þegar ábúendaskipti verða og jörðin er nýjum manni leigð. Ég get játað, eftir að hafa aflað mér æðri og betri þekkingar á þessu atriði, að það geta komið fyrir tilfelli, þar sem óþægilegt væri og enda ófært að láta veiði fylgja ábúðarrétti. Þetta getur átt jafnt við, hvort sem eigandi er einstaklingur eða jörðin er opinber eign, og á sérstaklega við um það, er eigendur geta ekki stundað ábúð á jörðinni, en vilja ekki lata veiðiréttinn af höndum. Ég lít því svo á, að rétt sé að hafa þarna vindauga til að smjúga í gegnum í þessum tilfellum, á þann hátt að leggja þetta undir samþykki atvmrh., ef skilja á veiði frá ábúð. –Brtt., sem fram hefir komið um þetta frá hv. 3. landsk., sé ég ekki, að sé til neinna bóta. Hún ákveður, að leitað sé samþykkis veiðimálastjóra um þetta. Ég tel sjálfsagt að leggja þetta undir samþykki atvmrh., sem vitanlega mundi leita álits veiðimálastjóra. Það þýðir þá, að það verða tveir menn, er um þetta fjalla, og þarf yfirleitt samþykki beggja til þess að slíkir samningar verði gerðir, enda vildi ég, að sem tryggilegast væri um þetta búið.

Ég verð að vera sammála einni brtt. hv. 4. landsk. Það er 4. brtt. hans. Er htin við 3. lið 18. gr. Ég álit eins ég hann, að vald atvmrh. til að friða veiðivatn sé of takmarkað eins og frá því er gengið í frv., og því fari till. hans um að rýmka þetta vald ráðh. í rétta átt. En ég tel þó, að hún gangi ekki nógu langt. Ég mun því leyfa mér að héra fram skrifl. brtt. um það, að í staðinn fyrir orðið „stórkostlega“ komi „verulega“, sem gengur lengra í þá átt að fríða en hitt orðið.

Ég þarf svo ekki að tala meira um þetta mál. Ég mun sýna það með atkv. mínu, hverjar af þeim brtt., sem fyrir liggja, ég tel rétt, að séu samþ. og hverjar ekki. Ég vil enda mál mitt með því að segja, að ég sé ekki, að það sé framin nein synd á móti stjórnarskránni — né heilögum anda —, þó að frv. verði samþ., einkum með þeim brtt., sem fram eru komnar.