21.05.1932
Neðri deild: 80. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (528)

7. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Hv. Ed. hefir gert nokkrar breyt. á þessu frv. Landbn. hefir tekið þær til athugunar og komizt að þeirri aðalniðurstöðu, að rétt sé að leggja það til, að hv. deild samþ. frv. óbreytt nú við þessa umr. Annars eru um það skiptar skoðanir innan n., hvort þær beyt., sem gerðar voru í Ed., séu allar til bóta. En hinsvegar var það þó sameiginlegt álit, að ekki væri rétt þeirra vegna að hrekja málið milli deilda heldur varð eins, og ég gat um, samkomulag um að samþ. frv. óbreytt. Er því ástæðulaust að fara um frv. mörgum orðum. Ég vil þó geta þess, að slæðzt hefir villa inn í frv., er það var endurprentað eftir 3. umr. í Ed. Þar var samþ. brtt., sem lent hefir sem viðbót við 1. málsl. 2. gr., en þessi viðbót, sem hljóðar svo: „nema öðruvísi semjist og atvinnumálaráðherra samþykki“, átti víst ekki að standa þarna, heldur við 3. lið sömu gr. Á því 3. liður 2. gr. að hljóða svo: „Nú er jörð byggð á leigu, og fylgir þá veiði ábúðinni, nema öðruvísi semjist og atvinnumálaráðherra samþykki“. — Vil ég fyrir hönd landbn. óska þess, að hæstv. forseti sjái um, að þetta verði leiðrétt. — Annars vil ég geta þess, að n. hefir enga aðstöðu haft til að athuga með vissu, hvort ekki kunni að vera fleiri slíkar villur í frv. Ber því landbn. Nd. enga ábyrgð á því.

Fyrir n. hönd hefi ég þá ekki fleira um þetta að segja. En frá mínu eigin sjónarmiði skal ég geta þess, að ég tel sumar brtt. Ed. þannig gerðar, að ég tel sízt, að þær séu til bóta og álít, að sumar þeirra beinlínis spilli frv. Ég vil t. d. nefna þær breyt., sem gerðar voru á 3. gr. frv., sem veitir heimild til innlausnar á veiðirétti, sem skilinn hefir verið frá jörðum. Þessi innlausnarréttur var ekki bundinn við neitt ákveðið tímatakmark. er frv. fór héðan. En í Ed. var þessu breytt svo, að rétturinn til innlausnar fellur niður, ef hann hefir ekki verið notaður innan 5 ára frá því að lög þessi ganga í gildi. Sömuleiðis þarf veiðifélag að vera stofnað til að hagnýta veiðina. Að mínu áliti er þetta skemmd á frv. Þessi skilyrði munu reynast allt of þröng til þess að þeim tilgangi verði náð, að veiðin náist aftur undir jarðirnar. Ég tel því, að betra hefði verið, að þetta hefði verið í því formi, er það var þegar frv. fór héðan. Þó tel ég þær breyt., sem gerðar hafa berið á 16. gr., ennþá skaðlegri og óréttlátari. Eins og frv. var, þegar það fór héðan, mátti veiðitími standa til 15. sept. En þessu var breytt svo í Ed., að frv. ákveður nú, að hann megi ekki standa lengur en til 1. sept. ár hvert. Undan þessu ákvæði er þó þegin stangarveiði.

Ég hygg nú, að þetta ákvæði, að stytta þannig veiðitímann að haustinu, muni verða til þess að gera veiðina ofan til í sumum ám einskis virði, því að sumstaðar fer laxinn ekki að ganga upp í arnar fyrr en um sama leyti og friðun hefst. Nú er að vísu talið, að sú veiði sé hættuleg, enda er mikið til þess gert að friða ár ofantil, þar sem talið er, að laxinn hrygni, þar sem veiði er ekki leyfð lengur en 3 daga í viku, og auk þess gefin heimild til að friða algerlega vissa staði í ám fyrir öllum ádrætti, þar sem sýnt þykir, að veruleg hætta geti af hlotizt fyrir fiskstofn árinnar. Ég álit, að hér sé of langt gengið. Og það kæmi mér alls ekki á óvart, þó að bráðlega kæmi fram svo miklar kvartanir víðsvegar að, að Alþ. neyddist til að breyta þessum ákvæðum áður en langt um líður.

Að lokum vil ég minnast á breytingu, sem gerð hefir verið á 30. gr. Hún er sú, að rýmkað hefir verið um girðingaveiði við ósa og á leirum. Áður máttu þær girðingar ekki ná yfir meira en 1/4 hluta af breidd oss eða leiru, en í Ed. hefir þessu verið breytt í 1/3. Ég lít svo á, að þessi breyt. sé til skaða. Álít ég enga ástæðu til þess að gera ósveiðina rýmri heldur en ákveðið var í frumv. þegar það fór héðan úr deildinni.

Eins og séð verður af þessu, þá miða þessar breyt. í há átt að torvelda göngu veiðinnar um ósana, en takmarka veiðina ofar í ánum. Þetta getur að vísu haft nokkuð til síns máls, en ég hygg þó, að Ed. hafi fullmikið að því gert að víkka veiðimöguleikana neðan til, en þrengja þá í efri hluta ánna. Hygg ég, að þegar frv. fór héðan, þá hafi hagsmuna beggja aðilja verið sanngjarnlega gætt, þeirra, sem búa við ósana, og hinna, sem búa fram með efri hluta ánna. Þessi þrjú atriði, er ég hefi nefnt, álit ég einkum miður fara í frv. En sumar þær breyt. aðrar, sem gerðar hafa verið á frv., tel ég vera fremur til bóta. Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta. Ég tel ekki, að orð mín þurfi að vekja neinar deilur, þegar þess er gætt, að n. leggur til, að frv. verði gert að l. eins og það er nú, að viðbættum leiðréttingum, þótt ég og fleiri álítum að vísu, að framannefndar breytingar séu til spillis frv.