30.03.1932
Neðri deild: 38. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 997 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

12. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Með frv. því, sem hér liggur fyrir, er frá hálfu löggjafarvaldsins lagður grundvöllur að því, hvernig leysa skuli vatnamál Rangæinga. En það mál hefir verið æðierfitt úrlausnar- og viðfangsefni þessarar hv. d. nú um alllangt skeið.

Hverjum þeim, sem um héraðið fer; fær ekki dulizt það tvennt, sem einkum veldur þar erfiðleikum og eyðileggingu þess, en það eru hinar erfiðu samgöngur vegna vatnanna Markarfljóts, Affalls, Hverár og Ála, og sá ágangur, er vötn þessi valda með landbroti og aurburði á hið gróna land. Hefir kveðið svo rammt að því, að heilum sveitum og stórum hlutum þeirra hefir verið hin mesta hætta búin, og jafnvel horft til auðnar stundum. áður hefir verið gert nokkuð frá hendi hins opinhéra til varnar landspjöllum þessum. Það mun hafa verið fyrst árið 1911, að veittar voru í fjáraukalögum 2400 kr. til þess að byggja Seljalandsgarðinn til varnar Eyjafjallasveit, sem þá var í mikilli hættu vegna þess, að Markarfljót tók sér framrás austur með Eyjafjöllum og flæddi þar yfir engjar sveitarinnar. Árið 1915 voru síðan veittar 15 þús. kr. í sama skyni. En hvorttveggja þetta var aðeins lítill hluti þess, sem verkið kostaði. Var því fyrirsjáanlegt, að frekari aðgerða og meira framlags þurfti frá hendi hins opinbera, ef reisa ætti skorður við skemmdunum.

Með það fyrir augum voru fyrirhleðslulögin samþ. á þingi 1917. f þeim er svo ákveðið, að 3/4 hlutar kostnaðar við fyrirhleðsluna skuli greiddir úr ríkissjóði, en 1/1 úr sýslusjóði. Eftir þessum l. voru gerð allmikil mannvirki þar eystra, þegar fyrirhleðslan var sett í Djúpós og Valalæk. Varð sú aðgerð til þess, að bjargað varð heilu sveitarporpi og allmörgum öðrum bæjum frá eyðileggingu af ágangi vatnsins. En það varð ljóst, að á þessum grundvelli myndi okleift að bjarga öllu; sem bjarga þurfti. Og þegar tekið var tillit til þess, að samgöngumálum héraðsins varð ekki komið í gott horf nema fyrirhleðslum væri komið upp um leið, gerði vegamálastjóri athugun á því, hvernig þessum málum, samgöngum og fyrirhleðslum, yrði ráðið til lykta á sem beztan og hagkvæmastan hátt. Ein af þeim till., sem hann gerði, hin kostnaðarminnsta og að því er virðist framkvæmanlegasta, felst einmitt í þessu frv. Er lögð megináherzla á að koma samgöngunum í gott horf, og því jafnframt ráðgerðar nauðsynlegar fyrirhleðslur til þess. Hinar till. ganga meira í þá átt að fá varanlegar fyrirhleðslur og landvarnir, en þær yrðu allar stórum dýrari en þessi, er í frv. felst. Eftir till. í þessu frv. er ætlazt til, að settar verði bráðabirgðabrýr á útvötnin, hvera, Affall og Ála, en síðan ein á aðalbrú á sjálft Markarfljót. Er það gert með það fyrir augum, að vötnunum verði veitt í farveg Markarfljóts, og bráðabirgðabrýrnar verði að því loknu óþarfar, a. m. k. svo langar sem þær þurfa að vera fyrst um sinn.

Í frv. þessu er gert ráð fyrir því, að fyrirhleðslur þær, sem gera þarf innan við Hlíðarenda í Fljótshlíð, skuli kostaðar að 7/8 hlutum úr ríkissjóði, en að 1/8 hluta úr sýslusjóði. En hinsvegar er svo til ætlazt, að sömu ákvæði og áður gildi um aðrar aðgerðir til landvarna, eftir því, sem frv. leggur til. N. telur það þó rétt, að rýmkað verði um þetta, svo að ekki yrðu aðeins þær varnir, sem gera þarf innan við Hlíðarenda, kostaðar að 7/8 hlutum úr ríkissjóði, heldur einnig þær varnir, sem gera þarf vegna aðgerða annarsstaðar, við að vötnunum er veitt í aðra farvegi. það er tilætlun frv. þessa, að ef hægt verður að veita öllum vötnunum í farveg Markarfljóts, verði þær jarðir, sem þurfa að verja sig vegna hins aukna vatnsmagns fljótsins, jafnréttháar til framlags úr ríkissjóði og þær aðrar jarðir, sem varðar verða með hæstu framlagi þaðan, og þó jafnvel öllu heldur meira. Seljalandsgarðinn þarf líklega bæði að treysta og lengja, ef vatnsmagnið kemur allt í austurvötnin, og n. hefir lagt til, að það, sem gera þarf við þennan varnargerð vegna aðgerða annarsstaðar að, skuli einnig kostað að 7/8 hlutum úr ríkissjóði.

Ég gat ekki orðið öðrum meðnm. mínum sammála um þessi efni. Ég tel, að farið sé of skammt og að allar þær fyrirhleðslur, sem á einn eða annan hátt ganga í þá átt að gera samgöngurnar tryggari og veita vötnunum saman, til þess að þau haldist í austurfarveginum, beri að telja sem beina samgöngubót, og því eigi þær að greiðast úr ríkissjóði eins og samgöngubæturnar. Það er sýnt, að samgöngubætur verða aldrei fulltryggðar til frambúðar nema á þann hátt, að náist að skorða rennsli vatnanna og veita þeim í ákveðinn farveg, svo að þau hlaupi ekki eins til og þau nú gera. Ef það er ekki gert, getur vel farið svo, að þær brýr, sem reistar kynnu að verða á vötnum þessum, verði gagnslausar og á þurru landi innan fárra ára, þar sem vötnin brjóta sér stöðugt nýja og nýja farvegj. Það er því höfuðskilyrði fyrir bættum samgöngum, að hægt sé að halda vötnunum í ákveðnum farvegum. þegar tekið er tillit til þess, að verkið á fyrst og fremst að framkvæma sem samgöngubót, og einkum tekið tillit til þess, hvernig þeim verði bezt hagað í frv. þessu, er ekki rétt að jafna nokkrum hluta þess verks, sem þarna þarf að gera, niður á t. d. Rangárvallasýslu, sem að nokkru leyti hefir ekki nema óbeinan hagnað af þessu, þ. e. a. s. sá hluti sýslunnar, sem er utan vatnanna, en V.-Skaftafellssýsla hefir hinsvegar jafnmikið gagn af heim eins og sá hluti Rangárvallasýslu, sem hefir hann mestan. Ég vildi samt ekki, þar sem um jafnmikilsvert mál var að ræða og áríðandi að nái fram að ganga, fara að gera ágreining í n. málinu til tafar, en áskildi mér rétt til þess að bera fram brtt., er málið kemur til 3. umr., og sker d. þá úr um það, hvernig þetta mál lítur út í hennar augum.

Ég hefi þegar fyrir n. hönd gert grein fyrir annari brtt., þar sem n. leggur til, að meiri hluti fyrirhleðslanna komi undir greiðsluákvæðin um 7/8 og 1/8, og sem ég tel vera að allmikla bót.

Fyrsta brtt. n. er, að í stað orðanna „norðan við“ komi: nálægt. Er ekki ennþá ákveðið, hvar brúin á að vera, en líklegt, að hún verði eins sunnan við Ossabæ, og því rétt að breyta þessu orðalagi.

Þá er ennfremur sú brtt., sem n. gerir við 3. gr. frv., 2. mgr., um niðurjöfnun fyrirhleðslukostnaðarins. Í frvgr. er ætlazt til, að miðað sé í aiðurjöfnuninni við þær skemmdir, sem þegar eru orðnar á jörðunum af ágangi vatnsfalla, en sem ætla má, að létti af með fyrirhleðslunni. Þessu orðalagi vill n. breyta á þann hátt, að miðað verði við þann hagnað, sem jarðirnar þegar hafa fengið samkv. mati í hvert sinn. Það liggur í augum uppi, að réttari er sá mælikvarði, að miða við hann hagnað, sem fenginn er á hverjum tíma. Annars myndu þær jarðir, sem þegar eru orðnar verst úti, fá þyngstar álögur. Er ekki að efa, að heppilegra væri fyrir eigendurna að ganga burt frá jörðunum, sem þegar eru að leggjast í auðn. en sæta slíkum kjörum.

Síðasta brtt. n. er einungis til þess að samræma 7. gr. frv. við brtt., sem gerð var við 2. gr. um hlutföll þau, sem miða skal greiðslurnar við.

Þá skal ég aðeins geta þess, að samgmn. hefir hugsað sér að bera fram eina brtt. enn, er þetta mál kemur til 3. umr. Fjallar hún um það, að ríkisstj. verði veitt heimild til þess að taka lán til þessara framkvæmda. Er ætlazt til, að heimild þessi verði eins og í brúarlögunum. Kemur það til af því, að á sumarþinginu var ákveðið að veita í fjárlögum 62 þús. kr. til brúargerðar á Þverá, ef fé yrði fyrir hendi. En þegar séð varð, að vart myndi að treysta, að slíkt fé fengist að þessu sinni, vegna hins erfiða fjárhags ríkissjóðs, þá hófust sýslubúar handa til að safna fé innan sýslunnar til að hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd. Hafa þeir boðið að lána ríkissjóði 100 þús. kr. til þessara framkvæmda nú þegar á sumri komanda. Er því í alla staði eðlilegra, að þessi lánsheimild komi hér inn í frv. sjálft, eins og lánsheimildirnar í brúalögunum.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara frekar út í þetta mál að sinni. Vil aðeins, eins og n. tekur fram í áliti sínu, leggja áherzlu á það, að frv. nái sem greiðastri afgreiðslu í d., þar sem þegar er hafinn undirbúningur að framkvæma nokkurn hluta verksins í sumar. Er því nauðsyn að flýta þessu máli, og vænti ég skilnings hv. d. og velviljaðrar aðstoðar við það.