01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

12. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Jón Ólafsson:

Ég vil henda hæstv. atvmrh. á það, að með ákvæðum frv. viðvíkjandi Seljalandsgarðinum er farið inn á nýja braut. Á viðkomandi bændur er lögð sú kvöð, að þeir kosti að 1/8 hluta endurbætur á skemmdum á garðinum, sem gera þarf beinlínis vegna ráðstafana ríkisins til samgöngubóta. Það er alveg nýtt að skylda menn til að leggja fram fé til endurbóta, sem beinlínis stafa af því, að vegna ráðstafana hins opinbera nægir ekki það mannvirki, sem bændur hafa að mestu á sinn kostnað komið sér upp.

Þetta eru óþolandi kvaðir, sem ég fyrir þeirra hönd mótmæli.