20.04.1932
Efri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (565)

12. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Pétur Magnússon:

Mig langar aðeins að biðja um skýringu á einu atriði í frv. Það stendur í 2. gr., að brýrnar á Þverá og Affall skuli gera sem „fulltraustar bráðabirgðabrýr“. Hvernig stendur á því, að þarna er notað orðið „bráðabirgðabrýr“ ?