05.04.1932
Neðri deild: 43. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Magnús Guðmundsson:

Mér kemur það undarlega fyrir að heyra það, að tilboð það, er ég lýsti, hafi aldrei legið fyrir. Þingið samþ. þó sérleyfislög byggð á því. Þó neitar hæstv. ráðh. Ég hefi aldrei heyrt annað eins. Hér er nú verið að tala um tilboð af hálfu ríkissjóðs um nýjan veg austur. En ég veit sannarlega ekki, hvenær sá vegur kemur. Það er ekki útlit fyrir, að stórar upphæðir muni verða handbærar fyrst um sinn til að leggja í hann. Þetta tilboð er því meira á orði en á borði.