07.04.1932
Neðri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég skal fyrst geta þess um brtt. frá hv. þ.m. V.-Sk. á þskj. 327, að ég hefi spurt form. samgmn. (SvÓ) að því, hvort hún hafi nokkuð við hana að athuga, og kvað hann það ekki vera, enda finnst mér ekki ástæða til þess. (Forseti: Hún er tekin aftur). Þá þarf ekki meira um það.

Út af ummælum hv. 1. þm. N.-M. vil ég segja það, að ég get náttúrlega ekki ráðið við það, hvaða ummæli ýmsir hv. þm. hafa í sambandi við afgreiðslu þessa máls eða annara. Ég get látið það í ljós af minni hálfu, að ég hefi hugsað mér þetta og geri mér von um það sem endanlega lausn á þessu samgöngumáli. Ég geri mér von um það, en náttúrlega get ég ekki, eða austanþm. nú neinn annar sagt, hvaða ákvarðanir Alþ. kann að taka í framtíðinni í þessum málum eða öðrum. Maður getur aldrei vitað hvað Alþ. kann að gera einhverntíma síðar. En það er mín trú, að þetta verði endanleg lausn á þessu máli. En það getur þar fyrir náttúrlega vel verið, að eftir svo sem 15–20 ár eða lengri tíma verði teknar upp allt aðrar samgöngur þarna austur yfir, t. d. flugsamgöngur eða eitthvað svoleiðis.