07.04.1932
Neðri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1039 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Út af ummælum hæstv. forseta hefi ég ekki ástæðu til að segja neitt. Ég er ekki í neinum vafa um það, að sú afstaða, sem hann tekur til m:ilsins, er hin skynsamlegasta fyrir íbúana austanfjalls. En út af ummælum hv. 2. þm. Skagf. um tvískinnung í þessu máli, þá skil ég, að hann meinar þar járnbrautarhugmyndina, sem lengi hefir verið uppi. En ég álít einmitt, að með samþykkt þessa frv. getum við alveg losnað við þennan tvískinnung, sem verið hefir í málinu. Og ég hefi þá trú, að við með þessu frv. leysum þetta mál á forsvaranlegan hátt fyrir sjáanlega framtíð.