09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

9. mál, brúargerðir

Magnús Torfason:

Ég hafði borið fram við 2. umr. brtt. við frv. Þetta, um brú á Hvíta hjá Kiðjabergi. Eftir því sem umr. þá fellu og bendingum n. tók ég hana aftur til 3. umr. En á dagskránni í dag sé ég, að ekki er getið um þetta þskj. Líklega hefir það orðið af vangá, enda er það kunnugt, að hv. skrifstofustjóri hefir verið fjarverandi um nokkurn tíma undanfarið.

það var fundið að till. þessari, að henni var ætlað rúm í kaflanum um brýr á þjóðvegum, en vegur sá, sem brúin á að koma a, er ekki ennþá tekinn í þjóðvegatölu. En það var gert vegna þess, að í Nd. liggur nu frv. til l. um að taka þennan veg í þjóðvegatölu. Nú hefi ég heyrt, að n. kunni betur við, að brtt. komi ekki inn í kaflann um brýr á þjóðvegum, heldur undir 2. gr. III. lið, um brýr á öðrum vegum en þjóðvegum. Úr því sem komið er vil ég bera fram skrifl. brtt., sem ég vænti, að hv. d. leyfi að komist að, þess efnis, að við 2. gr. III. 14 bætist Hvítá hjá Kiðjabergi og töluröðin breytist eftir því.

Ég hefi heyrt það á sumum, að þeim þyki mikið að hafa 3 brýr á þessari a. En það er ekki meira en á Hvíta í Borgarfirði. Á hana eru þegar komnar 3 brýr. Ég býst líka við, að það líði nokkuð langur tími þar til þessar brýr eru allar byggðar.

Ég skal drepa nokkuð á sögu þessa máls, sem ég hefi kynnt mér betur síðan 2. umr. var það. Það var fyrst borið fram á þingmálafundi árið 1923 af báðum frambjóðendum heimastjórnarmanna, og varð enginn ágreiningur um það milli fundarmanna. Á öðrum þingmálafundi á Vatnsleysu kom það líka til tals, og Tungnamenn litu líka svo á, að það væri vel til þess fallið að fá framgang. Á fyrsta þingi, sem ég sat fyrir Árnessýslu, árið 1924, átti ég tal um þetta við vegamálastjóra, og án þess að ég ætli að fara að bera hann hér fyrir einhverjum sérstökum ummælum, get ég í stuttu máli sagt, að hann var þá allur með brúnni. En síðan þetta komst á dagskrá hefir Ferðafélagið unnið mikið að því að koma á ferðamannavegi um Þingvelli, Laugardal og Grímsnes, yfir Brúará og Iðu, á Hvítá og þaðan upp Þjórsárdal. Þetta yrði mjög ánægjulegur ferðamannavegur, og ég vil sízt mæla gegn honum. En það lítur svo út, að nú leggi vegamálastjóri öllu meiri áherzlu á þennan ferðamannaveg en hinn. En Árnesingar leggja nú samt meiri áherzlu á hinn veginn, og ég er ekki í neinum vafa um það, að ef þeir mættu velja um að fá brú á Iðu eða á Hvítá hjá Kiðjabergi, þá mundu þeir velja Hvítá. En þetta er ekki svo að skilja, að vegamálastjóri sé á móti brú á Hvíta á þessum stað.

Að því er stærð brúarinnar snertir, þá hefi ég það frá skilgóðum manni, greinagóðum og nákvæmum í öllum athugunum, að aðalhafið yrði eitthvað frá 10–15 faðmar, eftir því hvar brúin yrði sett. Hvað kostnaðinn snertir, þá var þess getið á þingmálafundi þeim, sem ég gat um áðan, að hann mundi nema um 40 hús. kr. En þessi sami maður hefir sagt mér, að kostnaðurinn hefði verið áætlaður svipaður og á Rangárbrúnni.

Ég vænti þess, að þar sem ég hefi tekið til greina bendingar hv. n., þá fái till. góðar undirtektir. Það er full þörf á brúnni og enginn vafi a, að þetta er sú brúin í Árnessýslu, sem héraðsmenn meta mest.