09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

9. mál, brúargerðir

Frsm. (Páll Hermannsson):

Hv. 6. landsk. áleit það tvírætt og jafnvel villandi, þar sem í frv. er talað um endurbyggingu á brúnni á Grafará í Skagafirði hjá Hofsós. Sjálfur er ég að vísu ekki svo kunnugur á þessum slóðum, að ég geti sagt um þetta af eigin reynd, en ég hefi borið það undir annan þm. þeirra Skagf. í Nd., og tjáði hann mér, að ekki væri nema um eina á að ræða með þessu nafni, svo að ekki yrði um það villzt, og væri einmitt meiningin að brúa ana hjá Hofsós. Annars munu þeir þm. Skagf., sem baðir eiga sæti í Nd., að sjálfsögðu leiðrétta þetta við meðferð málsins þar, ef þeir sjá þess þörf. —

Ég átti rétt í þessu tal við vegamálastjóra, og tjáði hann mér, að hann hefði nú látið mæla brúarstæði á Hvítá hjá Kiðjabergi á tveim stöðum. Á öðrum staðnum reyndist svo, að brúin þyrfti að vera um 80 faðmar og mætti byggja hana í tvennu lagi, þ. e. með einum stöpli, en á hinum staðnum 60 faðmar, og verður þar að byggjast í einu lagi. Lét vegamálastjóri það uppi við mig jafnframt, að hann teldi, að þessi brú mundi aldrei kosta undir 120 þús, kr., en hinsvegar taldi hann, að þessi brú mundi verða gerð áður en mjög langt liði, en þó myndu svo margar brýr verða byggðar á undan henni, að ekki væri ástæða til að taka hana upp í brúarl. að þessu sinni, heldur lata það bíða, þar til fyrir lægi kostnaðaráætlun um hana.