23.04.1932
Neðri deild: 58. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (667)

9. mál, brúargerðir

Jónas Þórbergsson:

Ég skal ekki lengja mikið umr. að þessu sinni. Ég flyt nú aftur brtt. þær, sem ég flutti við 2. umr., en tók þá aftur, af því að mér var bent á, að þær ættu frekar við 2. gr. laganna. Ég skal endurtaka það, að þessar till. eru því aðeins bornar fram, að framkvæmdanna er mjög mikil þörf fyrir þessi héruð, ár þær, sem þar eru teknar upp, eru mestu torfærur. Auk þess er óhugsandi, að á komist akvegur af Suðurlandsbraut til Stykkishólms, nema þessar ár verði brúaðar, en á þeirri samgöngubót er mjög mikil þörf, eins og kunnugt er.