28.04.1932
Efri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1076 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

9. mál, brúargerðir

Halldór Steinsson:

Ég flyt hér nú aftur þær brtt., sem ég flutti hér við fyrri meðferð málsins í deildinni og samþ. voru hér þá með miklum meiri hl. atkv. Hefir Nd. fellt þær brýr, sem brtt. mínar fjalla um, út úr frv., og því fer ég nú fram á, að þær verði aftur teknar upp í frv.

Ég get ekki fallizt á það hjá hv. frsm., að frv. sé stefnt í voða, þótt þessar brtt. verði samþ. Ef ekki verða gerðar aðrar breyt. á frv. en hér liggja nú fyrir, þykist ég vita með vissu, að Nd. muni ganga að frv. eins og það kæmi til hennar aftur.

Hv. frsm. sagði, að ekki væri neinn skaði skeður, þó að þessar brýr kæmust ekki inn í frv. nú, af því að það mundi ekki tefja fyrir byggingu þeirra, þ. e., að þótt brýrnar væru settar í brúarlögin, mundu þær ekki verða byggðar í bráð fyrir því. En þetta má með sama rétti segja um allar brýr í frv., og eru þetta því fremur lítilmótlegar ástæður, enda vona ég fastlega, að d. verði sjálfri sér samkvæm og samþykki þessar brtt., sem hafa fengið samþykki mikils meiri hl. d. nú þrjú þing í röð.