08.04.1932
Neðri deild: 46. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

1. mál, fjárlög 1933

Haraldur Guðmundsson:

ég hefði kosið, að fleiri þm. hefðu hlýtt á þessa ræðu mína, en ég þykist sjá, að hæstv. forseti muni vera ráðinn í því að beita þingsköpum til hins ýtrasta og slíta umr., ef ekki eru menn til að halda þeim áfram.

Hæstv. forsrh. bar fram þakkir til hv. fjvn. og þm. yfirleitt fyrir það, að hafa stillt mjög í hóf brtt. við fjárlögin, komið með fáar og smár hækkunartill., en margar og stórar til lækkunar. Ég held nú raunar, að ekkert af þessu þakklæti hafi átt að fara til mín, enda kærði ég mig ekki um slíkt þakklæti.

Ég flyt nokkrar brtt., og þótt þær séu ekkert stórkostlegar, tel ég þó miklu skipta, að vel verði þeim tekið. Hæstv. forsrh. lét þau orð falla, að undirtektir hv. fjvn. undir fjárlagafrv. stj. bæri þess glögg merki, að n. væri sér meðvitandi um þá ábyrgrðarmiklu tíma, sem nú standa yfir. Ég er fullkomlega sammála hæstv. forsrh. um það, að tímarnir séu alvarlegir, en ég er algerlega ósammála honum og hv. fjvn. um það, hvernig eigi að mæta heim. Og ég er ekki í nokkrum vafa um hað, að verði fjárlögin samþ. með líku sniði og hv. fjvn. skilar þeim frá sér, þá verði það til þess að auka stórlega vandræðin í landinu. Frá þessu sjónarmiði ber ég fram brtt. mínar. Við jafnaðarmenn álítum, að skylda Alþingis sé sú, að reyna að bæta úr slíku ástandi sem nú er, en auka ekki á vandræðin. Ég mun þá sökum mannfæðar í d. víkja fyrst að hinum smærri brtt. mínum.

Ég flyt brtt. á þskj. 352, ásamt hv. þm. G.-K., um styrkveitingu til Jóns Gauta Jónatanssonar. Þessi ungi maður hefir nú stundað nám í tvö kennslumissiri úti í Þýzkalandi, og á eftir tvö kennslumissiri í viðbót. Jón Gauti hefir getið sér goðan orðstír í námsgrein sinni, og er álitinn hinn efnilegasti maður til starfa í þessari grein. Er hann og glöggskyggn maður, og ég hygg enda, að hann hafi með höndum uppfundningu á þessu sviði, sem megi koma að gagni hér hjá okkur og ef til vill líka annarsstaðar. Þarf ekki orðum um það að fara, hvílík nauðsyn það er fyrir þjóðina, að slíkum mönnum gefist kostur á að frama sig erlendis og njóta þeirrar beztu tilsagnar, sem þar er völ á, til þess að þeir síðar geti orðið að sem mestu gagni hér heima. Ég vil því mælast til þess, að hv. þdm. ljái þessari till. atkv. sitt, en skal þó jafnframt geta þess, að þó að hér sé farið fram á 2000 kr., mundi þessum manni koma að gagni að fá þótt ekki væri nema 1000 kr. fyrir þetta ar, ef hann ætti það víst, að hann fengi 1000 kr. í fjárlögum næsta árs á eftir.

Þá flyt ég brtt. á þskj. 334, XIV, við 14. gr., þess efnis, að veittar verði 1200 kr. til unglingaskóla á Seyðisfirði. Eins og frá fjárlögunum er gengið, er ekki séð fyrir neinum styrk til unglingakennslu í kaupstöðunum, þar sem ekki eru gagnfræðaskólar, en til þeirra er veitt fé og til héraðsskólanna í sveitunum. Nú er enginn gagnfræðaskóli á Seyðisfirði, en þar hefir þó stundum verið haldið uppi unglingakennslu með opinberum styrk, og verður sú kennsla að falla niður, ef ekki verður veittur styrkur til hennar eins og undanfarið. Ég hefi því leyft mér að bera fram brtt. í þessa átt, og vænti þess, að hún verði samþ., enda geri ég ekki ráð fyrir, að það sé meining fræðslumálastj. að gera Seyðisfjörð svo afskiptan í þessum efnum.

Þá á ég aðra brtt. á þessu sama þskj., XIX, við 17. gr., sem fer fram á það, að styrkurinn til gamalmennahælisins á Seyðisfirði verði hækkaður upp í 1000 kr., úr 800, sem hann er áætlaður í frv. stj. Er það sú sama upphæð, sem hælið hefir haft í styrk undanfarið, og fæ ég ekki séð, ho að nú sé að vísu þröngt í búi fyrir ríkissjóði sem öðrum, að ástæða sé til að fara að lækka þennan litla styrk. Þetta hæli hefir starfað um mörg ár, og get ég borið um það af eigin sjón, að rekstur þess er með miklum fyrirmyndarbrag og að vel fer um þau gamalmenni, sem þarna dvelja. Þó að sparnaðarhugurinn sé nú að vísu mikill í hv. þdm., vona ég samt, að þeir fari ekki að klípa af þessum 1000 kr. styrk, enda fæ ég ekki séð, að hagur ríkissjóðs mundi batna nein ósköp, þó að þessi sparnaður næði fram að ganga, en hér er hinsvegar um gott fyrirtæki að ræða, sem vissulega er góðs maklegt.

Þá kem ég að þeirri till. á þessu þskj., sem við Alþýðuflokksmennirnir hér í deildinni flytjum allir samt, XVI, við 16. gr., þess efnis, að veitt verði 1 millj. kr. til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum. Þetta er veigamesta till., sem ég er við riðinn fjárlögin að þessu sinni. Skal ég þó ekki hafa mörg orð fyrir henni, því að það hlýtur að vera öllum ljóst, hvílíkt ástandið er í landinu, og hefir enda komið greinilega fram í þessum umr., að þm. ganga þess ekki duldir, að nú þarf sérstakra ráðstafana við, ef þá nokkuð er að marka, það sem menn segja í þessu efni. Ég hefi og vikið að þessu í ræðum mínum áður hér á þinginu, hvílík nauðsyn er á því, að ríkið hlaupi undir bagga með kaupstöðum og kauptúnum í þessu efni, og skal nú aðeins árétta þetta nokkuð með nýjustu tölum Hagtíðindanna um þessi efni. —Samkv. 1. frá 1928 á að fara fram skráning atvinnulausra manna, og hefir þessu verið framfylgt á flestum stöðum, en þó að vísu fallið stundum niður skráning í einstökum kaupstöðum. Eftir skýrslunum hafa 114 menn verið atvinnulausir í 4 kaupstöðum landsins 1. n6v. 1930 — en í nóv. og febr. er atvinnuleysið mest eftir skýrslum að dæma — en 1. nóv. 1931 eru 1526 menn atvinnulausir í 7 kaupstöðum. 1. febr. í ár eru 1339 skráðir atvinnulausir í 6 kaupstöðum, og eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi getað aflað mér um þetta, munu nú vera um 2600 atvinnulausir menn í öllum helztu kaupstöðum og kauptúnum landsins. Skýrslur Hagtíðindanna skýra ennfremur frá því, að um helmingur atvinnuleysingjanna eru ómagamenn, og koma 2,4 ómagar á hvern þeirra að meðaltali. Sé gengið út frá því, að atvinnuleysingjarnir séu nú 2600, og að helmingurinn eigi fyrir 2,4 ómögum að sjá, svarar það til þess, að 4400–5000 manns hafi beint liðið atvinnuleysi eða fyrirvinnuna skort atvinnu. Liggur í augum uppi, hve geigvænlegt slíkt ástand er, ekki sízt í landi eins og hér, þar sem ekki er neinn minnsti vísir til opinberra trygginga til að hjálpa mönnum, þegar svo stendur á. Og þó segja þessar tölur ekki nema að litlu leyti frá því, hve atvinnuleysið í raun og veru er víðtækt, því að margir láta það undir höfuð leggjast að skrá sig, þar sem engar atvinnuvonir eru bundnar við skráninguna. Það má því telja það víst, að atvinnuleysið sé miklu meira en fram kemur í þessum tölum, og því miður býst ég við því, að við eigum enn eftir ófarinn versta kaflann af kreppunni, og að svo erfiður sem þessi vetur hefir verið, verði þó næsti vetur enn þyngri í skauti. Við jafnaðarmenn leggjum því til, að lagt verði úr ríkissjóði 1 millj. kr. til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum gegn jafnháu framlagi frá hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélögum. En okkur er jafnframt ljóst, að þetta kemur ekki að gagni, nema sveitar- og bæjarfélögunum um leið sé gert það kleift að leggja fram sitt framlag á móti. Annað væri sýnd hjálp, en ekki veitt. Við leggjum því til, að sveitar- og bæjarfélögum sé gefinn kostur á láni úr bjargraðasjóði í þessu skyni. Í bjargráðasjóði mun nú vera upp undir millj. kr., og mikið af því fé mun handbært, þegar til þarf að taka, og geri ég ráð fyrir, að ef sveitar- og bæjarfélögin fengju þannig t. d. 3/4 framlags síns í styrk eða að láni, myndu þau sjá sér fært að leggja fram sjálf þennan 1/4, sem á vantar fullt framlag, á móti. Er ekki vafi á því, að þetta mundi verða mikill léttir fyrir bæjar- og sveitarfélög, því að aukning fátækraframfærslunnar einnar saman hlyti að nema miklu meiru en þessum 1/4, sem þeim er ætlað að leggja fram úr eigin sjóði, ef ekkert verður aðhafzt í þessum efnum. Ef þessi till. því verður samþ., verða þannig 2 millj. kr. í handbæru fé til þess að bæta úr vandræðunum, sem fram undan eru. Í fjárlögum yfirstandandi árs eru veittar 300.000 kr. til atvinnubóta, sem eitthvað meira eða minna er nú þegar búið að eyða af, en ef þetta framlag verður veitt, ætlumst við til, þar sem gera má ráð fyrir, að það, sem eftir kann að vera af fjárveitingu þessa árs í þessu skyni, hrökkvi ekki til, að farið verði að nota þetta framlag strax á næsta hausti, eftir því sem þörf verður á.

Ég vildi annars í þessu sambandi skjóta því til hæstv. fjmrh., sem hér er einn staddur af ráðh., þó að slíkt að réttu heyri undir ráðuneyti hæstv. forsrh., hvort enn sé ekki búið að gefa út reglugerðina fyrir þessari atvinnubótavinnu og styrknum til hennar, því að mér er kunnugt um það, að mörgum kaupstöðum og kauptúnum hefir verið synjað um þennan styrk, þó að þeir væru í fullri þörf fyrir hann, með þeim forsendum, að þetta væri ekki hægt, þar sem reglugerðin væri ekki til. Er þetta óþolandi vanræksla af hlutaðeigandi ráðh., svo að ég hafi ekki harðari orð um.

Ég þykist vita, að andmælin gegn þessari till. verði þau venjulegu, að ekkert fé sé fyrir hendi. Vil ég því taka það fram, að við flm. erum reiðubúnir til að styrkja flokk stj. til þess að sjá fyrir auknum tekjum í þessu skyni, ef stj. um það vill fara þær leiðir, sem við getum fallizt á. Skal ég henda á eina leið í þessu efni, sem ekki verður neitað, að er vel fær, þótt hinsvegar ýmsum kunni að vera miður ljúft að fara hana. — Í fjárlagafrv. stj. er tekju- og eignarskatturinn áætlaður 850.000 kr., og sé ég, að hv. fjvn. gerir till. um, að þetta verði lækkað niður í 800.000 kr., og er þó þessi áætlun stj. mjög varleg að mínu áliti. Það mun nú láta nærri, að skattskyldar eignir nemi alls um 120 millj. kr., og nemur skatturinn af þessum eignum um 200.000 kr., — og eignarskatturinn breytist lítið eða ekkert vegna misærisins, sem kemur aðallega fram í tekjuskattinum —, og eftir þessu ætti tekjuskatturinn að gefa 600.000 kr. Væri nú eignaskatturinn hækkaður um 200% og tekjuskatturinn um 100%, — sem er miklu sanngjarnari og viturlegri leið en hæstv. stj. virðist vilja fara í þessum málum, sem er að taka ríkistekjurnar með óbeinum sköttum af nauðþurftum almennings —, fengist þarna inn 1 millj. kr. í hækkuðum tekju- og eignarskatti, eða jafnmikið og við jafnaðarmenn leggjum til, að varið verði til atvinnubóta á næsta ári. Getur engum blandazt hugur um það, að þeir, sem hafa svo skiptir tugum þús. skattskyldra tekna og eiga hundrað þúsund skattskyldra eigna, taka ekki út þjáningar vegna kreppunnar, og ef frá nokkrum er hægt að taka, er það frá mönnum, sem svo er ástatt um. — Ég skal svo ekki fara um þetta fleiri orðum, en vænti þess, að allt krepputal manna hér í deildinni sé ekki innantóm orð og að menn sjái ástandið og vilji úr því bæta. Ég get jafnframt bætt því við, að þótt ég hafi bent á þessa leið öðrum fremur til tekjuöflunar í þessu skyni, er ekki útilokað, að við Alþýðuflokksmenn getum fallizt á aðrar, ef féð ekki er tekið frá heim, sem verst eru settir.

Þá kem ég loks að síðustu brtt. minni á þessu sama þskj., XXVII. Er sú brtt. í þremur liðum, og fjallar fyrsti liðurinn um það, að stj. heimilist að ganga í ábyrgð fyrir samvinnufélag sjómanna og verkamanna á Seyðisfirði fyrir lánum til kaupa á fiskiskipum, allt að 4/5 kaupverðs skipanna fullbúinna til fiskveiða, samtals allt að 100 þús. kr., gegn þeim skilyrðum, sem þar greinir. Er þetta endurveiting. Heimildin var veitt á sumarþinginu, og hefir hæstv. stj. veitt vilyrði um að nota þessa heimild, en þar sem ekki hefir getað orðið úr skipakaupunum til þessa, hefir heimildarinnar eðlilega ekki verið neytt ennþá, og eins og stendur er tvísýna á því, að félaginu lánist að festa kaup á skipum, sem því líkar, og því er hér farið fram á endurveitingu heimildarinnar. Um nauðsyn þessa máls get ég að mestu vísað til þess, sem ég sagði um það á sumarþinginu, en vil hér aðeins benda á það, að sá atvinnustofn, sem Seyðfirðingar byggja alla sína afkomu á, er 8–9 mótorbátar, auk nokkurra trillubáta. Um helmingur þessara báta er 25 ára, og flestir hinna eru keyptir notaðir frá öðrum verstöðvum, þar sem þeir þóttu ekki nothæfir. Seyðisfirði eru um 1000 manns, en allur aflinn á þessum bátum var um 2200 skp. síðastliðið sumar, og sjá allir, að ef svo fjölmennt bæjarfélag á að byggja alla sína atvinnu- og afkomuvon á þessum skipastól eingöngu, verður meira en helmingur bæjarbúa að fara burtu. Að menn hafa haldizt í bænum til þessa, stafar aðallega af tveim ástæðum. Bæði er það, að talsvert hefir verið keypt að af fiski, einkum af útlendingum, og svo var síðastliðið sumar allmikið sent af fiski til Seyðisfjarðar annarsstaðar að til verkunar, og bætti það nokkuð út atvinnuleysinu í bænum. Á síðastl. sumri voru verkuð á Seyðisfirði til útflutnings liðug 7000 skp. af fiski; þar af voru 3500 skp. send að, 1500 skp. keypt af erlendum skipum og 2000 skp. eigin afli. Eins og stendur, eru engar líkur til þess, að fiskur fáist nú til verkunar annarsstaðar að, því að atvinnuleysið er svo mikið alstaðar á landinu, að við því er ekki að búast, að fiskur verði sendur til verkunar úr einni verstöð í aðra. Bankarnir hafa nú að vísu til þessa lánað fé til fiskkaupa af erlendum skipum, en nú neita þeir um hjálp og eins um allar yfirfærslur. Það er því sýnt, að Seyðfirðingar verða að byggja alla sína atvinnu- og afkomuvon á eigin skipastól eingöngu, en hann er svo lítill, eins og fyrr segir, að aflinn er 5/7 of lítill, til þess að atvinna ekki verði minni en síðastliðið sumar. Og má hún þó alls ekki minni vera. Ef þessi heimild hinsvegar fær að standa afram, tel ég allar vonir til þess, að kaup geti tekizt á skipunum, ef ekki í ár, þá a. m. k. á næsta ári, og mundi þá atvinna Seyðfirðinga hætt og tryggð frá því sem er.

Þá er það annar liður till., sem gengur út á það, að stj. sé heimilað að leggja fram allt að 200 þús. kr. til að reisa síldarbræðslustöð á Seyðisfirði. — Mikið af því forspjalli, sem ég lét fylgja fyrsta lið till., get ég einnig látið fylgja þessum lið, því að þótt samvinnufélag sé stofnað til útgerðar og bátar keyptir, er það ekki nóg til að sjá Seyðfirðingum fyrir nægilegum atvinnustofni. Ef hinsvegar yrði reist þarna síldarbræðslustöð, mundu mörg skip sækja þangað að, og þetta hvorttveggja skapa mikla atvinnu. Ég veit það, að sumir álíta ekki heppilegt að reisa þarna síldarbræðslu, og færa það til, að svo lítið sé um síld fyrir Austfjörðum, að hún mundi ekki hafa nóg að starfa. En þetta er ekki á rökum reist. Eftir því, sem þeir segja, sem bezt þekkja til þessara mála og kunnugastir eru síldargöngum hér við land, er síldin hvergi eins viss né stendur eins lengi eins og beggja megin Langaness og þó einkum austanvert við hað. Skýrslur, sem ég hefi safnað í þessu efni, sanna og þetta mal. En það segir sig sjálft, að ekki er fært smábatum að sækja síldina alla leið til Bakkafjarðar og Langaness, en línuveiðarar og togarar geta vel sótt síldina þessa leið, og standa enda um það vel að vígi. Auk þess segja svo kunnugir, að flest sumur sé allt fullt af síld beint út af Austfjörðum, en ýmsir telja þó vafasamt, að þar sé hægt að kasta herpinótum vegna strauma, t. d. út af eða sunnan við Gerpi, en ég hefi átt tal við nokkra togaramenn um þetta, og segja þeir mér, að þetta þurfi ekki að óttast, nema þá í allra stærstu straumum. — Til viðbótar þessu má svo benda á það, að Austfirðir voru á sínum tíma aðalsíldveiðistöðvar hér á landi, og á síðustu árum bendir margt til þess, að hafsíldargöngur séu að hefjast þangað á ný, að ég nú ekki tali um vorsíldina, sem oft fyllir flesta firði á Austfjörðum á ári hverju. Seyðisfjörður fylltist af síld í haust og hefir þar allt verið fullt af síld allt fram á þann dag í dag. Hefi ég hvergi séð eins mikið af síld eins og í Seyðisfirði í haust og vetur. Sá ekki högg á vatni, þó að veiddar væru inn í firðinum um 4000 tunnur á skömmum tíma. Fitumagnið í síldinni var þetta 14–18%, og verður það að teljast mikið. Síldin var mjög innanfeit, eins og jafnan er um millisíld. — Ég hefi aflað mér upplýsinga um það, hvað slík síldarbræðslustöð mundi kosta mikið. Er áætlað, að hún muni kosta uppkomin ca. 700–750 þús. kr., þar af vélar og efni frá útlöndum fyrir ca. 350 þús. kr. samkv. tilboði frá síðastliðnu hausti. Að vísu er þetta tilboð ekki bindandi nú, en ég ætla þó, að það muni fast enn, því að verðlag á þessum hlutum hefir sáralítið breytzt frá því í haust. Maður frá einni af stærstu síldarbræðsluvélasmiðjum í Noregi var mér samtímis á Seyðisfirði í sumar, og fórum við saman yfir áætlanirnar, og taldi hann öruggt, að verksmiðjan mundi ekki þurfa að kosta meira en 750 þús. kr. með öllu tilheyrandi, og er þá gert ráð fyrir, að verksmiðjan geti brætt 1500–2000 mál á sólarhring. Ef tilboðið frá Noregi, sem ég nefndi áðan, stendur enn, eða er hægt að fá það endurnýjað, er hægt að fá efni og vilar til verksmiðjunnar að lani með góðum kjörum. Eru þarna þá komnar 350 þús. kr. Ef ríkið leggur fram að sínu leyti 200 þús. kr., og eignir, sem eru þarna eystra, verða lagðar í fyrirtækið, vantar ekki nema 50 þús. kr. til þess að reisa verksmiðjuna, sem taka verður annarsstaðar frá, ef ríkið jafnframt gefur eftir innflutningstolla af vélum og efni til verksmiðjunnar, eins og farið er fram á í till.

Ég verið að telja miklu álitlegra að fara þessa leið, að byggja stóra verksmiðju, en að byggja smærri verksmiðjur og ódýrari. Það þarf að vísu minna fé í upphafi til að byggja smærri verksmiðju, en vinnslan verður dýrari. Auk þess þyrfti þá að byggja stórar þrær til þess að geyma síldina í; kosta þær mikið fé, og auk þess er þess að gæta, að við geymsluna verður varan verri en ella. Mér er sagt, að flestir vilji hafa vélarnar stærri, svo að minna þurfi að geyma af síldinni, því að eftir því, sem þrærnar eru stærri og síldin geymist lengur, verður hún verri, og myndast þá sýra í lýsinu er gerir vöruna lakari.

Ég ætla þá að draga saman í höfuðdráttum það, sem mér finnst mæla með því, að komið sé upp síldarbræðslustöð á Seyðisfirði.

Það er þá fyrst, að aðstaðan á Seyðisfirði fyrir síldarbræðslustöð er eins góð og á Siglufirði, við Eyjafjörð eða vestur á Sólbakka. Auk þess má, þegar síldin gengur inn á firði, taka innan fjarðar ógrynni síldar, því sem nær án nokkurs kostnaðar, og veit ég ekki dæmi til þess annarsstaðar. Þau ár, sem vetrarsíld fæst, lengist starfstími verksmiðjunnar um helming, og þarf ekki að eyða orðum til að sýna, að bræðslustöð, sem getur starfað allt að 7 mánaða tíma á móts við 3–4 mánuði annarsstaðar, stendur svo langtum betur að vígi, að ekki er saman berandi. Aðstaðan til að fá hafsíld til stöðvar á Seyðisfirði er a. m. k. jafngóð og annarsstaðar, en til yfirburðar má telja vonina um innfjarðarsíld vor, sumar og jafnvel á vetrum.

Þá er þriðji liður till., um að leggja fram úr ríkissjóði allt að 75 þús. kr. til þess að koma á fót sögunarverksmiðju á Seyðisfirði í helmingafélagi við kaupstaðinn.

Ég býst við, að ég þurfi að skýra þetta dálítið, af því að ætlazt er til, að aðalsmiðið verði tunnustafir, og kann mönnum því að finnast skrítið að setja slíka tunnusmiði niður á stað, þar sem lítið er um síldarsöltun. Ég skal játa, að í byrjun sýnist þetta vera hálfgert öfugmæli, þegar litið er á það eitt, að undanfarið hefir verið sáralítið saltað af síld á Seyðisfirði. En þess er þá fyrst að gæta, að meðan þar er engin síldarbræðslustöð, hlýtur lítið að verða úr síldarsöltun, því að fáir treystast til að gera út á síld, ef þeir verða að fleygja í sjóinn allri síld, sem ekki telst söltunarhæf. Síldarútgerð og síldarsöltun myndi stórum aukast, ef bræðslustöð kæmist þar upp, sem tæki við úrgangssíldinni. Ég geri þó ráð fyrir, að höfuðsöltunarstöðvarnar verði áfram a. m. k. fyrst um sinn á Siglufirði og við Eyjafjörð, og því kann að virðast fljótt á litið, að eðlilegast væri að tunnusmíðin væri bundin við annanhvorn þann stað. Tunnurnar yrðu og að sjálfsögðu settar saman á þessum stöðum, þótt tunnustafir og botnar væri smiðað á Seyðisfirði að einhverju eða öllu leyti.

Það mun láta nærri, að við flytjum inn á ári upp undir 200 þús. tunnur til síldarsöltunar, og mun verð þeirra nema um einni millj. króna, sem nú fer allt út úr landinu. Eftir upplýsingum, sem maður, er um skeið dvaldist erlendis að tilhlutun hæstv. stj., til að rannsaka þessi mál, hefir útvegað, er talið, að efni í 150 þús. tunnur kosti um 300–350 þús. kr. En það svarar til þess, að 400–450 þús. kr. verði greitt fyrir vinnulaun og kostnað við tunnusmiðið, ef miðað er við 5 kr. verð á hverri tunnu, en með 6 kr. verði verða það 550–600 þús. kr., er á þann hátt greiðast í vinnulaun og annað kostnað innanlands.

Enn hefir ekki verið gerð fullnægjandi áætlun um framtíðarrekstur slíkrar verksmiðju. Slíkt er naumast hægt fyrr en nokkur reynsla er fengin. Hugmynd mín með till. er að koma því til leiðar, að tilraun, sem á má byggja, verði gerð til að smiða hér á landi tunnur úr óunnum við. hér er um svo mikinn innflutning að ræða, að sjálfsagt virðist að gera slíka tilraun nú þegar. Ætlazt er til, að teknir verði til að byrja með 500 standarðar af óunnum trjábolum, en úr því fást 200 standarðar af tunnuefni, sem er jafnt og 30 þús. síldartunnur, og ennfremur um 100 standarðar af borðum og battingum, en afgangurinn fer í niðursögun, og þó má sennilega fá talsvert af kassafjölum og þessháttar úr honum. Í því sambandi vil ég benda á, að ef áframhald verður á því, sem vænta má, að senda út ísvarinn fisk í kössum, þá má nota úrgangsefnið í slíka kassa. Sem sagt, úr þessum 500 standörðum af óunnum trjábolum fæst efni í 30 þús. síldartunnur, 100 standarðar af öðru gagntimbri, og auk þess sennilega talsvert af kassafjölum o. þ. h.

Eftir því sem ég veit bezt munu vélar til verksmiðjunnar kosta eitthvað á milli 75–80 þús. kr. En verksmiðjan þarf rúmgóð hús og geysistóra lóð, og þarf hvorttveggja að liggja nærri góðri hafskipabryggju. Og ég þekki engan stað, þar sem um síldveiði er á annað borð að ræða, er hefir slík skilyrði að bjóða, bæði hvað stóra og ódýra lóð snertir og jafnframt ódýr hús og hentugri upp- og útskipunartæki sem Seyðisfjörður. Til þess að reka vélarnar þarf allmikla orku, og þar sem ekki er hentugt vatnsafl nærri verður að notast við motor, sem bæði kostar allmikið, og hlýtur að verða nokkuð dýr í rekstri. Á Seyðisfirði er rafmagnsstöð, sem framleiðir mun meiri orku en bærinn nú þarf að nota, og gætu því vélarnar fengið nóg afl og ódýrt handa sögunarverksmiðjunni.

Með því að gera þessa tilraun á Seyðisfirði mælir þá þetta: Þar má fá ódýr hús fyrir verksmiðjuna, stóra, hentuga og ódýra lóð með aðgengilegri hafskipabryggju, og loks nægilegt og ódýrt rafmagn. Þarf því hvorki að festa fé í lóðakaupum, húsum né orkuvélum, ef tilraunin er gerð þar og er það ekki lítilsvert atriði.

Ég geri ráð fyrir, að þegar á fyrsta ari mundi reynslan skera úr því, hvort það borgar sig að flytja inn óunninn við og smiða hér allar þær tunnur, sem við þurfum að nota, bæði undir síld og kjöt. En þótt nú svo illa færi, að það sýndi sig að svara ekki kostnaði að saga óunninn við í tunnustafi, þá mundi samt engan veginn því fé, sem lagt yrði til stofnunar verksmiðjunni, á glæ kastað. Þar mætti smíða tunnur úr óunnum en tilsöguðum tunnustöfum á sama hátt og gert hefir verið á Akureyri og Siglufirði undanfarna vetur. Auk þess mætti að sjálfsögðu saga þar ýmiskonar timbur. En ef það sýndi sig, sem er von mín, að smíða mætti hér á landi jafngóða tunnustafi og ekki dýrari en þá, sem inn eru fluttir, þá geri ég ráð fyrir, að settar verði bráðlega upp fullkomnar tunnuverksmiðjur Norðanlands. Gætu þær þá fengið óunninn staf frá Seyðisfirði, sem til þessa hefir verið keyptur frá Noregi. Og jafnvel þótt hentugra þætti, að þær fái sér einnig vélar til að saga staf úr óunnum viði, þá er það ekki stórvægilegt atriði, samanborið við allt það fé, sem nú er greitt árlega út úr landinu fyrir tunnurnar.

Með þeim áætlunum, sem strandferðaskip ríkisins fara eftir, þá koma þau oftast syðri leiðina með vörur héðan til Austfjarða og tæmast þar. Gætu þau þá flutt tunnuefni frá Seyðisfirði og til þeirra hafna á Norður- og Vesturlandi, þar sem not eru fyrir síldartunnur. Tel ég engan vafa á, að hægt verði að komast að samningum við Ríkisskip um að fylla upp fyrir lagt farmgjald það rúm í skipunum, sem ekki er nú notað hafna milli vegna ónógra vöruflutninga.

Ég held að ég þurfi svo ekki að láta fleiri orð fylgja brtt. mínum, enda mun heim ljóst þessum fáu hv. þm., sem eftir eru í d., hvað fyrir mér vakir. En við hinu get ég búizt, að sumum þyki veru farið fram á of mikið í einu með þessum till. mínum, þar sem í fyrsta lagi beðið er um ríkisábyrgð handa samvinnufélagi sjómanna og verkamanna á Seyðisfirði, allt að 100 hús. kr., í öðru lagi, að ríkissjóður leggi fram 200 þús. kr. til þess að reisa síldarbræðslustöð á Seyðisfirði, og í þriðja lagi, að ríkissjóður leggi fram allt að 75 þúsund krónur til þess að koma á fót sögunarverksmiðju á Seyðisfirði. Þykist ég því vita, að þeim mönnum, sem sýnt er að horfa í sparnað um alla hluti, finnist hér í mikið ráðist fyrir eitt og sama bæjarfélagið. En mín skoðun er sú, að með þessu sé hinu opinbera alls ekki bökuð aukin áhætta frá því, sem nú er. Ég lít svo á, að ef ekki verður gert eitthvað verulegt af hálfu ríkisins til þess að glæða atvinnulíf austur þar og skapa betri afkomuskilyrði, þá muni á skömmum tíma tapast þar miklu meira fé en það, sem hér er um að ræða. Og þau töp hljóta að mestu að lenda á hinu opinbera, ríkinu, sem nú rekur alla bankastarfsemi í landinu.

Kunnugir menn telja, að síðustu 10–12 árin muni hafa tapazt á Austfjörðum a. m. k. 15 millj. kr. Fullur helmingur þessa er vitað tap bankaútibúanna tveggja. En það svarar til þess, að tapazt hafi upp og ofan hvert þessara ára 1–11/2 millj. kr. Sjálfsagt er margt, sem þessum töpum veldur. Eitt atriði er án efa fiskveiðalöggjöfin frá 1922, sem komið hefir mjög óþyrmilega niður á Austfirðingum. Nú er svo komið, að tilfinnanlega skortir fjármagn þar eystra, einkum þó á Seyðisfirði, til þess að gera tilraun með fiskiveiðar á skipunum eftir því, sem kröfur tímans heimta. Sá skipastóll, sem til er eystra, er yfirleitt úr sér genginn, bátarnir flestir gamlir og margir voru keyptir þangað eftir að þeir þóttu lítt notandi í öðrum verstöðvum. Allir vita, hvaða þýðingu það hefir fyrir sjávarútveginn og fiskiveiðar að nota gömul og léleg skip, enda er ekki hægt að gera útgerðinni verra en að spara fé með því að kaupa ódýr og lítt nothæf skip. Ef ekkert verður gert til þess að bæta úr ástandinu þar eystra, er ekki annað sýnna en að útgerðin þar haldi áfram að velta upp á sig nýjum töpum í viðbót við þá skuldabagga, sem hún nú ber. Ef menn líta á, að á Austfjörðum hefir tapazt yfir milljón kr. á ári síðustu 10-12 árin, þá er ekki mikið í hættu lagt fyrir ríkið að leggja fram í eitt skipti fyrir öll milli 200–300 þús. kr. og ábyrgð fyrir 100 þús. kr., ef með því lánaðist að stöðva á töpin og skapa skilyrði fyrir heilbrigðu atvinnulífi.

Þótt svo illa færi, gegn von minni, að engin síld veiddist á Seyðisfirði eða svo nærri, að fært hætti að flytja hana í síldarbræðslustöðina á Seyðisfirði, þá er ekki féð, sem lagt er í síldarbræðslustöð, allt tapað fyrir því. Vélar og hús má taka og flytja á annan heppilegri stað, því að gert er ráð fyrir, að húsin verði byggð úr járni, en eigi steini, enda eru slíkar verksmiðjur víðast í Noregi úr járnflekum að járngrind. Sama er að segja um sögunarvélarnar. Og skipin er auðvelt að flytja staða í milli. Féð er því til, verðmætin til.

Að lokum vil ég benda á, að ef till. mínar ná fram að ganga og komið verður upp þeim fyrirtækjum á Seyðisfirði, sem þar er ráð fyrir gert, þá væri með því gerð merkileg tilraun til að koma á skipulagsbundnum atvinnubótum í kaupstöðum með því að sameina iðnrekstur og fiskveiðar á smáum bátum og stærri skipum og skapa samfellda atvinnu mestan hluta ársins. Ef bæjarfélag eins og Seyðisfjörður byggir afkomu sína á einhverri atvinnugrein eingöngu og hún bregzt, þá er um leið allt í voða. Ef byggja á afkomuna eingöngu á stórum skipum, þá er allt í voða, er stórskipaútgerð bregzt, og ef byggja á á iðnaðinum einum, þá er líka allt í voða, ef þar bjátar alvarlega á. Með mínum till. er reynt að tryggja sem bezt afkomu bæjarfélagsins allt árið með því að skapa skilyrði fyrir meiri fjölbreytni í atvinnuháttum en nú er.

Á Seyðisfirði hefir verið lagt mikið kapp á jarðrækt nú síðasta árið, og hún aukizt stórum. Land er þar gott til ræktunar, liggur nærri bænum og allt innan bæjarlandsins, enda bæjareign. Eru þar því ágæt skilyrði til þess jöfnum höndum að stunda jarðrækt og smábátaútgerð. Smábátarnir eru til þess vel fallnir að stunda á þeim fiskveiðar vor og sumar, þegar fiskur gengur á grunnmið eða inn á fjörðinn, og gefa þá oft góðar tekjur um stuttan útgerðartíma. Sama fólkið, sem hefir atvinnu við báta þessa, getur oft gefið sig við jarðrækt og þess háttar jafnframt. En á þessa báta geta ekki valizt þeir menn, sem leggja eingöngu sjómennsku fyrir sig sem atvinnu; til þess er atvinnutíminn á smábátum of stuttur. þeir eiginlegu sjómenn hljóta að vera bundnir við hin stærri skip, sem geta fært sig úr stað og stundað veiðar, hvar sem er í kringum land, eftir því sem fiskigöngurnar haga sér. Þannig er séð fyrir samfelldri vinnu fyrir bæjarbúa regar stærri skip eru fengin, er sótt geta til fiskimiða alla tíma arsins. Venjulega byrjar vertíð þarna snemma á vorin, og verður þá hægt að stunda smábátaveiðar fram eftir sumri jafnframt ígripavinnu í landi. En þá tekur síldveiðin við og síldarbræðslustöðin fram á haust. Og þegar lokið er bræðslu síldarinnar, verður hægt að snúa sér að tunnusmiðinni. Á þennan hátt má skapa samfellda atvinnumöguleika fyrir bæjarbúa, svo að þótt eitt brigðist, þá sé ekki allt í voða. Af þessu öllu, er ég hefi nú sagt, vona ég, að það verði ljóst, að þótt vitaskuld sé ekki hægt að neita því, að áhætta fylgi ábyrgðarveitingum og framlögum eins og hér er ráð fyrir gert, þá er áhætta hins opinbera í engu aukin frá því, sem nú er. Hitt er meiri áhætta að láta það ógert, sem till. mínar fara fram á.

Mér þykir leitt, hvað fáir hafa verið áheyrendur að jafnþýðingarmiklu máli og þessu, sem ég hefi nú gert að umtalsefni. Þess vegna læt ég máli mínu lokið að sinni, þó að fleira mætti tína til. Að lokum vildi ég mega mælast til, að hv. frsm. fjvn. léti mig vita áður en umr. lýkur, hvort n. hafi tekið afstöðu til brtt. minna. Ef hún er á móti þeim, þá er ekki um það að fást. En vilji hv. n. við mig tala og óski frekari upplýsinga, þá er ég fús til að láta till. bíða til 3. umr., ef það kynni að geta haft áhrif á afstöðu hv. n.