15.03.1932
Efri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1079 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. að mestu shlj. þessu hefir legið fyrir Alþingi 1930 og 1931 og þá borið fram í hv. Nd. og komst svo langt, að hv. d. samþ. Það. Upphaflega er frv. samið af forstjóra Brunabótafélags Íslands með aðstoð manns, er mikla kunnugleika hefir á tryggingarmálum. Að þessu sinni er frv. borið fram af hæstv. stj. Hefir það áður gengið í gegnum hv. Nd. og verið athugað þar.

Helztu breytingarnar, sem frv. gerir ráð fyrir á núgildandi l. um Brunabótafélag Íslands, eru þá þessar:

Í fyrsta lagi er tryggingarskyldan færið nokkuð út frá því, sem nú er, eins og 3. gr. frv. ber með sér, þar sem gert er ráð fyrir, að tryggingarskyldan nái einnig til íbúðarhúsa utan kaupstaða og kauptúna, en slíkar byggingar hafa áður verið í sérstökum flokki.

Í annan máta gerir frv. ráð fyrir, að sá hluti tryggingarskyldra eigna, sem áður hefir verið í sjálfsábyrgð, falli burt og að öll virðingarupphæð eignarinnar sé tryggð.

Þá er samkv. 4. gr. heimild til þess að tryggja lausafé, svo sem verzlunarvörur, skip eða báta á landi eða í höfn. Loks má minna a, að frv. opnar þá leið, að Brunabótafélag Íslands geti með tímanum tekið að sér brunabótatryggingar hér í Reykjavík, ef samningar um það nást; þó verður það sennilega ekki í bráð.

En af því að nú hefir verið fært nokkuð út verksvið félagsins að því leyti, að sveitabæir eru tryggingarskyldir og félaginn einnig heimilt að tryggja lausafé, þá leiðir af sjálfu sér, að áhættan er mismunandi mikil, og er tryggingunum því skilyrt í þrjá flokka og gildir há samábyrgð innan hvers flokks fyrir sig.

Ég hefi þá með örfáum orðum drepið á bær helztu breyt., sem frv. Þetta fer fram á, að gerðar séu á núgildandi lögum. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara út í hinar einstöku gr. frv., nema það sem brtt. n. á þskj. 144 gefa tilefni til.

Ég skal þá með nokkrum orðum víkja að brtt. Þær eru 8 að tölu og að mestu leyti lagfæringar eða leiðréttingar-, en breyta að mjög litlu leyti efni frv.

Fyrsta brtt. er við 1. gr. (Forsrh.: Á hún ekki við 3. gr.?). Jú, þetta er prentvilla; hér stendur við 1. gr., en á vitanlega að vera við 3. gr. og verður leiðrétt milli umr. t frv. er ætlazt til, að skyldutrygging hvíli á geymsluhúsum, sem byggð eru áföst íbúðarhúsum. Nú er það svo allvíða í sveitum, að t. d. hlöður og gripahús eru byggð áföst íbúðarhúsinu og eru því í sameiginlegri brunahættu. N. þótti því rétt, þegar um slíkar sambyggingar er að ræða, að skyldutrygging hvíli á þeim öllum í sameiningu, og því er bætt við upptalninguna gripahúsum og hlöðum. Að vísu má segja, að þetta skipti ekki miklu máli, en þó þótti réttara að láta þetta koma skýrt fram í lögunum.

Þá er það 2.brtt., og er hún við 5. gr. Eins og hún kemur fyrir sjónir býst ég við, að flestir líti á hana sem orðabreyt., en hún er um leið nokkur efnisbreyt. Það kom fram í n., að sumir nm. töldu rétt að hafa opna leið fyrir félagið, svo að það gæti látið fara fram virðing á því, sem vátryggt er, eftir að tjón hefir orðið og áður en greitt er. En eins og frv. tekur fram, tryggir félagið alla virðingarupphæðina, og geta þá verið þau tilfelli, að verðmæti eigna hafi breytzt frá því virðingin var gerð. Með breytingunni er því ætlazt til, að félagið geti látið fara fram mat á eftir, og miðast þá tryggingin við allt verð húsanna.

Þriðja brtt. er við 8. gr. og aðeins leiðrétting. Hafði það verið leiðrétt í hv. Nd. í fyrra, en af vangá ekki tekið upp, þegar frv. var prentað nú.

Fjórða brtt. er aðeins lagfæring. Hefir þetta atriði verið borið undir forstjóra Brunabótafélagsins, og hefir hann ekki aðeins fallizt á það, heldur talið sjálfsagt að koma þessari breyt. inn í lögin.

Um 5. brtt. er sama að segja og 3. brtt., að hún er leiðrétting á prentvillu. Hv. Nd. hafði á þinginu 1931 samþ. að fella niður 12. gr. frv., en þegar frv. var prentað upp af nýju, hafði þessi gr. slæðzt með, og er því lagt til að nema hana á burt.

Þá er það 6. brtt., við 17. gr.; hún er eins og hinar aðrar aðeins til frekari skýringar. Það leiðir af sjálfu sér, að fastan gjalddaga verður aðeins hægt að ákveða á iðgjöldum þeirra fasteigna, sem eru í skyldutryggingu. En þar sem ekki er um skyldutryggingu að ræða eða aðeins um heimild, eins og t. d. um tryggingu lausafjár, þá þótti n. ekki fært að ákveða með lögum fastan gjalddaga, enda óþarft, því að í þeim tilfellum verður iðgjaldið ætíð greitt fyrirfram.

Sjöunda brtt. er fram komin vegna þess, að í frv. eru engin ákvæði um endurskoðun á ársreikningi félagsins. N. taldi rétt að hafa ákvæði um endurskoðun í sjálfum lögunum og tók til fyrirmyndar ákvæðið um endurskoðun í lögunum um slysatryggingar. Virtist n. það sambærilegt, þar sem báðar þessar stofnanir eru undir sömu stjórn.

Þá er það 8. og síðasta brtt., sem fer fram á að orða upp af nýju 21. gr. þessi brtt. get ég búizt við, að valda kunni einhverjum ágreiningi. Frv. gerir ráð fyrir, að hreppsnefndum í sveitum sé skylt að annast umboðsstörf fyrir félagið gegn tilsvarandi ómakslaunum og umboðsmenn félagsins hafa. Þetta kann nú að vera kostur, en ókostur verður það samt að teljast, að umboðsmenn félagsins verða óþarflega margir á þennan hátt. Víða hagar svo til, þar sem félagið hefir nú þegar umboðsmenn í kaupstöðum og kauptúnum, að þeir gætu auðveldlega bætt á sig nærliggjandi sveitum. N. leit því svo á, að með því að hafa þetta óbundið sparaði félagið umboðslaun og þá yrði starfið svo mikið, að umboðsmennirnir gætu vænzt nokkurrar þóknunar, án þess þó að félagið þyrfti meira að greiða en áður, á meðan þóknunin skiptist margra á milli.

Hinsvegar má kannast við, að það kunni að vera nokkur styrkur fyrir félagið að hafa í lögum, að hreppsnefndir séu skyldar að annast þessi umboðsstörf. En ég óttast ekki, að í vandræðum lendi að fá þessi störf unnin, þó að vissum mönnum sé ekki skipað með lögum að inna þau af hendi. Í hreppsnefndum eiga venjulega sæti 3–5 menn, og eftir lögunum hvílir umboðsstarfið á allri hreppsnefndinni, en mundi í framkvæmdinni aðallega lenda á oddvitanum. Borgunin fyrir starfið mundi því verða óverulega lág, ef um einn hrepp er að ræða, og ekki rétt að skylda þá menn, er hreppsnefndina skipa, til þess að hafa það með höndum, eða íþyngja oddvitanum að óþörfu. Félaginu mundi ekki verða nein skotaskuld úr því að fái umboðsmenn í sveitum eins og í kauptúnum. En með því að sameina fleiri hreppa gæti einn umboðsmann munað dálítið um launin, en félagið tapar engu í við það.

Þá hefi ég lýst að nokkru brtt. n. En einn nm., hv. 1. landsk., hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, en hann gildir ekki um þær brtt., sem n. hefir borið fram. Að vísu er mér kunnugt um, í hverju sá fyrirvari er fólginn, en tel ekki ástæðu til að skýra frá því að svo stöddu. En þess vil ég geta að endingu, að meiri hl. n. ræður hv. d. fastlega til að samþ. frv. með þeim brtt., sem bornar eru fram á þskj. 144.