01.04.1932
Efri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1095 í B-deild Alþingistíðinda. (707)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég ætla aðeins að svara fyrirspurn frá hv. 3 landsk. um það, hvort ákvæðin í 2. brtt., við 4 gr., næðu líka til heybruna, sem kæmi af hitun í heyinu sjálfu. Ég tel slíkt tvímælalaust vera aðeins reglugerðaratriði, og því óþarfi að taka það fram í lögunum sjálfum. En ég held, að slíkur bruni heyri ekki undir tryggingar sem þessar, fremur en í öðrum tilfellum, þegar kenna má vanrækslu manna um íkveikjuna.