19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Bjarni Ágeirsson:

Ég get látið gleði mína í ljós yfir því, að mál þetta , sem á undanförnum þingum hefir verið í hrakningum, skuli nú vera komið svo langt, að útlit er fyrir, að það verði að lögum. Það er því alls ekki af því, að við hv. 2. þm. Skagf. viljum leggja stein í götu þess, að við höfum borið fram þessa brtt., heldur þvert á móti. Ég hefi reynt að kynna mér, hvort brtt. þessi, ef samþ. yrði, gæti orðið frv. að fjörtjóni í Ed., og komizt að þeirri niðurstöðu, að á því væri engin hætta. Að við höfum borið hana fram, er sökum þess, að við álitum ákvæði um brunabótasjóði sveitarfélaganna nokkuð óakveðin og svífandi, svo að nauðsyn bæri til að slá því föstu um þá, að þeir yrðu eign hlutaðeigandi sveitarfélaga, og eins að trygga það með eftirliti sýslunefndar, að þeir yrðu ekki að eyðslueyri nema brýna þörf bæri til, frekar en aðrar eignir sveitarfélaganna.