22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Magnús Guðmundsson:

Ég er meðflm. að till. á þskj. 413, og mér skildist á hv. frsm., að hann andmælti henni af því, að hún væri óþörf. En ég gat ekki skilið af orðum hv. frsm., að svo væri. Það vakti fyrir okkur að tryggja það, að brunabótasjóðir þessir verði ávallt eign sveitafélaganna, og ef hv. frsm. getur sýnt, að það sé ótvírætt samkv. frv., þá get ég tekið till. aftur, en annars ekki.